Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 09:44

The Masters 2016: Mickelson náði ekki niðurskurði

Phil Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurð á The Masters 2016.

Hann er úr leik og spilar ekki nú um helgina, sem þykir frétt til næsta bæjar því Phil hefir sigrað 3 sinnum á The Masters (2004, 2006 og 2010).

Annar sem ekki komst í gegnum niðurskurð er Charl Schwartzel en hann sigraði á The Masters árið 2011.

Ernie Els komst að sjálfsögðu ekki gegnum niðurskurð en hann átti júmbó 1. hring upp á 80 högg þar sem hann 6-púttaði á 1. holu – Gjörsamlega ótrúlegt!!! Els hefir reyndar aldrei sigrað á The Masters en tvívegis orðið í 2. sæti þ.e. 2000 og 2004.

Rickie Fowler gekk líka illa – er úr leik með hringi upp á 80 og 73 – Masters draumar hans fyrir bí þetta árið en Rickie hefir reyndar aldrei sigrað á risamóti og er á höttunum eftir 1. risatitli sínum.

Aðrir sem eru úr leik komu ekkert sérlega á óvart, en það sem vekur e.t.v. athygli er að Masters meistarinn mikli Bubba Watson dansaði á línunni og var 1 höggi frá því að detta úr mótinu er í síðasta þ.e. 57. sætinu, með skor upp á 6 yfir pari (en við það var niðurskurður miðaður) 150 högg (75 75).

Annars má sjá alla sem ekki náðu niðurskurði með því að SMELLA HÉR: