16. brautin á Augusta National –
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 18:00

The Masters 2016: 17 staðreyndir f. 3. hring

Hér á eftir fara 17 staðreyndir fyrir 3. hring Masters risamótsins, sem fer fram nú í kvöld:

1  Engum kylfingi hefir tekst að vera með alla 4 hringina á 60 og eitthvað síðan 2007. Sú tölfræði verður óbreytt því engum kylfingi tókst að „breaka“ 70 á 2. hring einum í þessu, þ.e. 80. Masters risamótinu 2016.

2  Það eru 50 ár síðan að það voru 2 hringir þar sem engum kylfingi tókst að vera á skori upp á 60 og eitthvað.  Á 3. og 4. hring á Masters mótinu 1966 var aðeins 9 kylfingum sem tókst að brjóta parið og aðeins 2 voru með hringi upp á 60 og eitthvað þ.e. Jack Nicklaus lék 1. hring á 68 og Paul Harney lék 2. hring á 68.

3 Það var aðeins 1 kylfingur sem græddi á skolla Jordan Spieth á 17. braut í gær, föstudaginn.  Þegar Spieth fór úr 5 undir pari í 4 undir par þá færðist niðurskurðarlínan úr 5 yfir pari í 6 yfir pari …. og þessi 1 kylfingur sem græddi var Bubba Watson.  Hann ætti að greiða þjórfé Spieth í klúbbhúsinu, finnst ykkur ekki? (Bubba gerir það eflaust ekki, enda þekktur fyrir að vera einstaklega nískur!)

4 Tveimur áhugamönnum tókst að komast í gegnum niðurskurð: Bryson DeChambeau frá Bandaríkjunum, sem þykir framtíðarstjarna og Romain Langasque frá Frakklandi sem líka komst í gegn með skor upp á 74-73. Vive la France?!?

5 Þremur kylfingum sem eru 50 ára og eldri komust í gegnum niðurskurð. Það eru tvöfaldi Masters sigurvegarinn Bernhard Langer, 58 ára, sem er aðeins 5 höggum á eftir forystumanninum Spieth. Davis Love III, 51 ára, er 2 yfir pari og aðeins 6 höggum á eftir Spieth og síðan er það Larry Mize, 57 ára, sem leikið hefir á 5 yfir pari og komst gegnum niðurskurð. Þetta er 2. skiptið á 3 árum sem Mize kemst gegnum niðurskurð.

6 Sergio Garcia hefir 4 sinnum áður verið á topp-10 þegar hann hefur 3. hring á Masters.  Hann er nú T-8.  Í þau skipti sem hann var líka á topp-10 var á árunum 2000, 2002, 2009 og 2012.

7 Sergio Garcia hefir aðeins 1 sinni verið meðal efstu 10 eftir 3. hring.  Spurning hvað hann gerir í kvöld?

8 Meðalhöggfjöldi Garcia í þessum 4 hringjum sem hann hefir verið á topp-10 er 73.75.  Hvaða lærdóm á að draga af þessu: Þeir sem gleyma sögunni, eru dæmdir til að endurtaka hana.

9 Dustin Johnson hefir 5 sinnum áður náð niðurskurði á Masters. Í ár er það 6. skiptið sem hann kemst í gegn.

10 Dustin Johnson hefir aldrei tekist að bæta stöðu sína á skortöflunni á 3. hring eftir að komast gegnum niðurskurð.
11 Jordan er T-28 og Rory  T-20 í nákvæmni dræva (ens.: driving accuracy) eftir 2 hringi. Spieth hefir slegið 20 af 28  (71.43%) og McIlroy 21 af 28 (75 %).

12 Jordan T-40 og Rory T-18 í hittum flötum á tilskyldum höggafjölda eftir 2 hringi.  Spieth hefir hitt 22 af 36 (61.11 %) og McIlroy hefir hitt 24 af 36 (66.67 %).

13 Jordan T-3  og Rory T-29 í púttum. Spieth hefir sett niður 55 (1.53 pútt að meðaltali á holu) og McIlroy hefir sett niður 60 (1.67 að meðaltali).

14 Rory og Jordan hafa 13 sinnum á milli sín orðið á topp-5 á Masters móti.

15 Rory og Jordan hafa 4 sinnum milli sín orðið meðal efstu 5 í síðustu 3 risamótum sem þeir hafa spilað í.

16 Rory eða Jordan hafa milli sín unnið 6 risamót.

17 Ekkert risamót hefir unnist af lokahollinum sex síðustu skipin.