Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 19:15
Eimskipsmótaröðin 2016: Hefst e. 35 daga!!!

Nú fer að styttast í að mótaröð þeirra bestu hefjist. Fyrsta mótið fer fram á Strandarvelli á Hellu hjá GHR, þ. 20.-22. maí n.k. Spennandi mótaröð framundan, þar sem mótum hefir verið fjölgað úr 6 í 8!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 19:00
PGA: Nýliði á túrnum fær á baukinn

Það er til málsháttur á PGA Tour að það nýliðar ættu að sjást en það ætti ekki að þurfa að heyrast eitthvað frá þeim. Nýliðinn þ.e. einn af nýju strákunum á PGA tour, Dawie van der Walt frá Suður-Afríku virðist hafa verið alls ókunnugt um þessa óskrifuðu reglu. Van der Walt er nýliði, sem vann sér inn kortið sitt gegnum Web.com Tour Finals s.l. haust og Golf 1 á eftir að gera nánari skil á. Honum hefir það sem af er tekist að komast 7 sinnum í gegnum niðurskurð á þeim 13 mótum sem hann hefir fengið að taka þátt í. Hann var varamaður inn í mót vikunnar á PGA Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 16:15
Evróputúrinn: Heimamaður leiðir í hálfleik á Valderrama

Það er spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal sem leiðir í hálfleik á Real Club Valderrama Open de España, þar sem gestgjafi er Sergio Garcia Foundation. Larrazabal er búinn að spila á samtals 3 undir pari, 139 höggum (68 71). Í 2. sæti er Englendingurinn Andrew Johnston 2 höggum á eftir, þ.e. á samtals 1 undir pari, 141 höggi. Til þess að sjá stöðuna á Valderrama eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess ða sjá hápunkta 2. dags á Real Club Valderrama Open de España SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sjöfn Sigþórsdóttir – 15. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Sjöfn Sigþórsdóttir. Sjöfn er fædd 15. apríl 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag! Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Sjöfn til hamingju með merkisafmælið Sjófn Sigþórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (61 árs); Agla Hreiðarsdóttir, GK, 15. apríl 1960 (56 ára); Michelle Redman, spilaði á LPGA, 15. apríl 1965 (51 árs); Suzy Green, spilaði á LPGA, 15. apríl 1967 (49 ára); Christopher McClain (Chris) Smith, 15. apríl 1969 (47 ára); Bronson La’Cassie, ástralskur kylfingur, f. 15. apríl 1983 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 14:00
LPGA: Sjáið 359 yarda dræv Lexi!

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson átti feykilangt dræv á Lotte Championship, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Drævið mældist 359 yarda, sem er svo mikið sem 328 metra. Það er gríðarlega langt dræv hjá kvenkylfingi, reyndar hvaða kylfingi sem er! Til samanburðar mætti geta að Bubba Watson, sem er mesta sleggjan á PGA Tour hjá körlunum slær að meðaltali 313,6 yarda (287 metra) af teig. Eitt lengsta dræv hans hefir mælst 424 yarda (388 metra) en það afrekaði Bubba á 16. holu í Firestone Country Club. Til þess að sjá 359 yarda dræv Lexi Thompson SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 12:00
5 atriði sem geta afvegaleitt hugann á golfvellinum og ráð við því!

Svo sem kom í ljós s.l. sunnudag geta jafnvel bestu kylfingar heims misst tökin á leik sínum og ein af ástæðum þess er svo sannarlega afvegaleiðing hugans. Oft ofhugsum við hlutina út á velli eða það er eitthvað annað en golfleikurinn sem við festum hugann við. Hér verður getið um 5 atriði sem geta afvegaleitt hugann á golfvellinum: 1 Leikhraðinn – það þarf að takast á við einhvern sem spilar of hægt Það er alltaf sama sagan. Það er ekkert verra en að spila með einhverjum, sem kemst ekkert úr sporunum, leikur með hraða snigilsins eða skjaldbökunnar. Líklega ferðu ekkert að útdeila vítum og setja þig í dómarastellingar, en að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 09:00
PGA: Grace efstur á RBC Heritage – Hápunktar 1. dags

Það er Branden Grace frá Suður-Afríku sem tekið hefir forystuna á RBC Heritage mótinu. Hann lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Fast á hæla hans er nafn sem ekki hefir sést ofarlega á skortöflum í stórmótum en það er Luke Donald. Donald er i 2. sæti á 5 undir pari, 67 höggum aðeins 1 höggi á eftir Grace. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 05:30
Glæsihýsi Rory til sölu á Írlandi!

Fyrrum heimili Rory McIlroy á Norður-Írlandi er nú til sölu og kostar litlar £2 milljónir. Miðað við að gengið er 1 pund = 177 krónur þá er verðmiðinn á eign Rory litlar 354 milljónir íslenskar krónur! Rory hefir auðvitað um margt fleira að hugsa en söluna á fasteign sinni eftir að hafa mistekist Grand Slam-ið á Masters fyrr í mánuðnum. En hvar er þetta glæsihýsi Rory? Það var upprunalega hannað fyrir hann og er í þorpinu Moneyreagh á Norður-Írlandi. Á landareigninni, sem fylgir glæsihýsinu er m.a. golfæfingasvæði m.a. 4 æfingaflatir með grasi sem stenst kröfur US PGA. Og ef golfáhugamönnum nægir ekki golfaðstaðan á landareiginni þá er vert að benda á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2016

Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945 og á því 71 árs afmæli í dag. Hún er félagi í Golfklúbbi Dalvíkur. Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið: Hlin Torfadottir Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 92 ára); Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (69 ára); Meg Mallon (fyrirliði Bandaríkjanna í Solheim Cup 2013), 14. apríl 1963 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2016 | 10:58
Evróputúrinn: Kaymer meðal efstu á Valderrama snemma 1. dags

Ekki hefir mikið borið á þýska kylfingnum Martin Kaymer síðustu misserin. Hann er nú meðal efstu manna á Real Club Valderrama Open de España, gestgjafi Sergio Garcia snemma 1. dags, þegar margir eiga eftir að ljúka leik. Kaymer sem tvívegis hefir sigrað á risamóti var búinn að vera mjög spenntur fyrir að reyna getuna á einum af bestu völlum Evrópu (Valderrama) og hann byrjaði síðan líka svona dæmalaust vel. Kaymer hóf leik á 10. braut og fékk fugla á fyrstu 3 holurnar, en var síðan með skolla á 14. og náði síðan fugli á 17. og hóf seinni 9 (þ.e. fyrstu 9 á Valderrama) á 33 höggum. Frábært skor hjá Kaymer Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

