Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 19:00

PGA: Nýliði á túrnum fær á baukinn

Það er til málsháttur á PGA Tour að það nýliðar ættu að sjást en það ætti ekki að þurfa að heyrast eitthvað frá þeim.

Nýliðinn þ.e. einn af nýju strákunum á PGA tour, Dawie van der Walt frá Suður-Afríku virðist hafa verið alls ókunnugt um þessa óskrifuðu reglu.

F.v.: Mike Weir og Dawie van der Walt.

F.v.: Mike Weir og Dawie van der Walt.

Van der Walt er nýliði, sem vann sér inn kortið sitt gegnum  Web.com Tour Finals s.l. haust og Golf 1 á eftir að gera nánari skil á.

Honum hefir það sem af er tekist að komast 7 sinnum í gegnum niðurskurð á þeim 13 mótum sem hann hefir fengið að taka þátt í.

Hann var varamaður inn í mót vikunnar á PGA Tour þ.e. RBC Heritage, en fékk ekki að spila.

Þannig að það er skiljanlegt að van der Walt skuli vera vonsvikin með að Mike Weir hafi dregið sig úr mótinu … eftir fyrsta hringinn. En það hvernig van der Walt sýnir óánægju sínu er á margan hátt ekki rétt.

Weir er Masters sigurvegari en hefir frá því hann náði 29. sætinu í FedEx Cup listanum 2009 ekki náð nema 2 topp-10 áröngrum á s.l. 7 árum. Hann tók sér ótimabundið leyfi frá golfi s.l. sumar og spilaði á læknisundanþágu á þessu keppnistímabili.

Því miður hefir honum ekki tekist að komast á réttan kjöl og hefir ekki komist í gegnum niðurskurð á neinu af þeim 5 mótum sem hann hefir spilað í. Í raun eru mótin 6 ef RBC Heritage er talið með en þar dró Weir sig úr mótinu á Hilton Head eftir að hafa komið í hús á 7 yfir pari, 78 höggum. Það að Weir dró sig úr mótum reiddi van der Walt til reiði.

„Maður hreint og beint elskar náunga sem fær að spila í PGA móti vegna þess að honum er boðið þangað og dregur sig síðan úr mótinu eftir 1. hring,“ sagði van der Walt og bætti siðan við „hangitupmike,“ (sem mætti þýða sem: „Farðu nú að hætta þessu

Van der Walt eyddi tvítinu en þá var allt um seinan. Hann varð síðan að verja þó nokkrum tíma við að verja sig m.a. frá eftirfarandi kommentum:

Blair O´Neil:  @Dawie1983 you mess with one Canadian, you get the whole trailer park… @

(Lausleg þýðing:  @Dawie1983 – ef þú abbast upp á einn Kanadamann – færðu þá alla í bakið….  @

Dawie van der Walt:   I like him great player but he is hurt. I should not have said that😁

(Lausleg þýðing: Mér líkar við hann – frábær leikmaður – en hann er meiddur. Ég ætti ekki að hafa sagt þetta 😁

GA Kooul:  you don’t have a clue how the tour works man with sponsors and tour exemptions clearly

(Lausleg þýðing: þú hefir ekki hugmynd um hvernig túrinn virkar maður, með stuðningsaðilum og undanþágum augljóslega)

Dawie van der Walt:  I should not have said that its nothing against him it’s just when you hurt and WD and other could have played

(Lausleg þýðing: Ég ætti ekki að hafa sagt þetta – þessu er ekki beint gegn honum – það er bara þegar maður er meiddur og dregur sig úr móti og aðrir gætu hafa spilað)

Á seinni tvítunum skilur maður s.s. hvað Dawie meinar, en samt … miðillinn sem hann kaus sér og tónninn í skilaboðum hans er algerlega út í hött, sérstaklega þegar litið er til þess að hann er ekki nema nýliði.