Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2016 | 10:58

Evróputúrinn: Kaymer meðal efstu á Valderrama snemma 1. dags

Ekki hefir mikið borið á þýska kylfingnum Martin Kaymer síðustu misserin.

Hann er nú meðal efstu manna á  Real Club Valderrama Open de España, gestgjafi Sergio Garcia snemma 1. dags, þegar margir eiga eftir að ljúka leik.

Kaymer sem tvívegis hefir sigrað á risamóti var búinn að vera mjög spenntur fyrir að reyna getuna á einum af bestu völlum Evrópu (Valderrama) og hann byrjaði síðan líka svona dæmalaust vel.

Kaymer hóf leik á 10. braut og fékk fugla á fyrstu 3 holurnar, en var síðan með skolla á 14. og náði síðan fugli á 17. og hóf seinni 9 (þ.e. fyrstu 9 á Valderrama) á 33 höggum.

Frábært skor hjá Kaymer á Valderrama!

Aðrir sem eru að gera góða hluti snemma dags á Valderrama eru Nacho Elvira , Jordi Garcia Pinto, og Frakkinn Alexander Levy.

Sjá má stöðuna á  Real Club Valderrama Open de España með því að SMELLA HÉR: