Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 14:00

LPGA: Sjáið 359 yarda dræv Lexi!

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson átti feykilangt dræv á Lotte Championship, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Drævið mældist 359 yarda, sem er svo mikið sem 328 metra.

Það er gríðarlega langt dræv hjá kvenkylfingi, reyndar hvaða kylfingi sem er!

Til samanburðar mætti geta að Bubba Watson, sem er mesta sleggjan á PGA Tour hjá körlunum slær að meðaltali 313,6  yarda (287 metra) af teig. Eitt lengsta dræv hans hefir mælst 424 yarda (388 metra) en það afrekaði Bubba á 16. holu í Firestone Country Club.

Til þess að sjá 359 yarda dræv Lexi Thompson SMELLIÐ HÉR: