Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 12:00

5 atriði sem geta afvegaleitt hugann á golfvellinum og ráð við því!

Svo sem kom í ljós s.l. sunnudag geta jafnvel bestu kylfingar heims misst tökin á leik sínum og ein af ástæðum þess er svo sannarlega afvegaleiðing hugans. Oft ofhugsum við hlutina út á velli eða það er eitthvað annað en golfleikurinn sem við festum hugann við.

Hér verður getið um 5 atriði sem geta afvegaleitt hugann á golfvellinum:

1 Leikhraðinn  – það þarf að takast á við einhvern sem spilar of hægt

Það er alltaf sama sagan. Það er ekkert verra en að spila með einhverjum, sem kemst ekkert úr sporunum, leikur með hraða snigilsins eða skjaldbökunnar. Líklega ferðu ekkert að útdeila vítum og setja þig í dómarastellingar, en að öllum líkindum ertu þreyttur á að bíða eftir viðkomandi í hverju einasta höggi sem viðkomandi tekur og einnig þreyttur af áhyggjum af því hvernig ráshópnum ykkar miðar áfram á vellinum.

Íþróttasálfræðingurinn Dr. Gio Valiante segir að í slíkum tilfellum sé best að fókusera á sjálfan sig. „Það er bara hægt að stjórna því sem er stjórnanlegt, eiginn ritma,“ segir Valiante m.a. . „Mikilvægt er að gæta vel að því að ganga sjálfur hratt milli brauta og gæta að því að þú haldir ritmanum í rútínu þinni. Ef maður getur passað upp á ritmann í eiginn rútínu þá verða aðeins minniháttar skemmdarverk á skorkorti manns vegna hægagangs annarra.“

2 Vindhviður, sem ekki er hægt að sjá við

Vindur er það sem íslenskir kylfingar þurfa OFT að fást við, við golfleik sinn hérlendis. Það skiptir engu hver þú ert, vindur sem skiptir allt í einu um stefnu og styrkleik er erfiður að fást við á golfvelli. Það síðasta sem maður vill gera í slíkum aðstæðum er að slá háa bolta því, því hærra sem boltinn fer, þeim mun meira stjórnar vindurinn boltafluginu eða hefir áhrif á það. Ja, nema þið teljið ykkur beinlínis geta reiknað út stefnu boltans miðað við vind og beinlínis notfærið ykkur vindinn.  En meginreglan er því lægra sem slegið er við slíkar aðstæður því meiri stjórn. Þannig hvernig fer maður að því að slá lága bolta?

Í miklum vindi notaði Paul Azinger alltaf högg sem kallað var „knockdown“. Til þess að slá knockdown sagðist hann alltaf spila boltann aftarlega í stöðunni. Og síðan sagðist hann í sveiflunni hugsa: “Finish low to hit it low.” (Kláraðu lágt þá slærðu lágt). Þetta þýðir fyrir þá sem ekki skilja að þegar „slegið er í gegn“ er ekki tekin full sveifla þ.e. sveilfan sjálf verður aðeins styttri. Þessi hugsun samhliða því að ætla að halda boltanum niðri verður til þess að boltinn fær meira spin, helst neðar, en tapar engu í lengd. Það er bara eins og vindurinn sé ekki til staðar…. OK það er auðvitað of mikil bjartsýni …. vindurinn verður enn til staðar.  Mikilvægt er einnig að halda sér jákvæðum þannig að ekki þurfi að fást við júmbó höggafjölda allan daginn.

3 Þegar einn partur golfleiks ykkar versnar og allur leikurinn virðist detta í sundur eftir það

Ekki til verra atriði sem afvegaleitt getur hugann og valdið kylfingnum óheyrilegri sálarangist og stressi. Flestir kylfingar, jafnvel og kannski líka einmitt þeir allra bestu kannast við aðstæðurnar. Af einhverjum óþekktum ástæðum virðist sem alheimurinn sé að plotta gegn ykkur þegar þið drævið.  Allt í einu missið þið allt til hægri. Afgangurinn af leiknum er fínn  til að byrja með, en síðan fer jafnvel líka afgangurinn að dala.  Síðan sjankið þið chip-um eða missið stutt pútt, sem þið hafið hundrað sinnum sett niður áður. Af hverju virðist allur leikurinn, sem var sólíd og fínn, bara bráðna niður? Skv. Dr. Valiante verður að nálgast vandann systematískt. Fyrst og fremst: „Sláið íhaldsamari högg: þegar það er gert verður sveiflan oft frjálslegri vegna þess að íhaldsamari strategía tekur allar hindranir úr leiknum. Með því að sveifla frjálsar verður tilhneigingin sú að slegin eru betri högg sem leitt getur til hækkandi sjálfsöryggis.“ „Aðeins svolítill skammtur af sjálfsöryggi getur breytt öllum hringnum. Þið eruð farin að sveifla eins og þið eruð vön á „no tíme

4 Slæmar vallaraðstæður

Þegar vallaraðstæður eru slæmar er auðvelt fyrir hugann að afvegaleiðast og verða ergilegur. Það fer allt í taugarnar á manni og þá er erfiðara að spila. Þið vitið sjálf ráðið við þessu: öll slæmu höggin eru vegna þess að nýbúið er að gata flötina, brautirnar eru ekki nógu vel slegnar, röffið of þykkt; hvað sem er. En svona hugsa bara „sukkerar.“ Hver sem er, já allir geta látið velllina fara í taugarnar á sér.  Reynið að hugsa jákvætt; hversu frábær forréttindi það eru að geta verið að spila golf! Ef þú getur aktað eins og eini fullorðni einstaklingnum í ráshópnum þá ertu hugsanlega að spila betur en allir. Skv. öðrum íþróttasnillingssálfræðingi Dr. Bob Rotella þá snýst þetta allt um framkomu/afstöðu ykkar (ens. attitude): „Á því augnabliki þar sem þið verðið óþolinmóð fara slæmir hlutir að gerast. Í erfiðum aðstæðum, reynið að vera þolinmóð og látið aðra um að æsa sig.“

5 Að vera paraður með einhverjum sem þið þekkið ekki

Svo barnalegt sem það hljómar þá er það algerlega eðlilegt að verða taugaóstyrkur þegar ræsirinn fyllir auða staðinn í ráshópnum ykkar með kylfingi sem þið þekkið ekki. Þetta getur t.d. gerst þegar þið eruð að spila erlendis þar sem ræsar verða að fylla alla ráshópa vegna mikils aðsóknar á vellina. Jafnvel um hásumar hér á Íslandi er þetta farið að gerast einkum á stærri völlunum á höfuðborgarsvæðinu.  Þið eruð kannski vön sömu spilafélögunum og viljið alls ekki spila við neina aðra. Það er mjög auðvelt að ímynda sér að sá ókunnugi sé að dæma leik ykkar. Dr. Valiante hefir ráð við þessu sem öðru: „Minnið sjálf ykkur á að flestir kylfingar er meira umhugað um eigin leik en þeirra sem eru í kringum þá og hugurinn ykkar bara magnar upp hræðslu sem ekki á rétt á sér í flestum tilvikum. Skorið ykkar er ykkur mikilvægt þannig að hugurinn trúir því að það sé líka öðrum mikilvægt. En það er það bara ekki.“  Ef þið venjið sjálf ykkur á að hugsa svona að þið séuð bara öðrum ókunnugum kylfingum ekkert svo mikilvæg, þeim sé nákvæmlega sama hvernig þið spilið þá verðið þið frjálsari og spilið eftir bestu getu ykkar.  Gott getur jafnvel af og til verið að spila með ókunnugum – þannig kynnist þið nýju fólki og e.t.v. framtíðar spilafélögum! Umfram allt: Reynið í öllum aðstæðum að vera þið sjálf – þið eruð best í því!!!