Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2022 | 20:20

LPGA: Ko sigraði á CME Group Tour Championship – fékk hæsta sigurtékkann – var valin leikmaður ársins og fékk Vare Trophy

Stærsta ávísun sigurvegara í sögu kvennagolfsins tilheyrir Lydia Ko eftir sigur hennar á CME Group Tour Championship 2022.

Ko, sem er nú 19-faldur LPGA-meistari, lék á 2 höggum undir 70 höggum á sunnudaginn og endaði á -17 samtals og tveimur höggum á undan  hinni írsku Leonu Maguire, en þær voru jafnar fyrir lokahringinn. Með sigri sínum vann Ko einnig verðlaunin sem leikmaður ársins 2022 í annað sinn á ferlinum og Vare-bikarinn annað tímabil í röð, fyrir lægsta meðalskor á 2022 keppnistímabilinu.

Að vera leikmaður ársins og vinna Vare-bikarinn aftur og vinna CME Group Tour Championship, það er draumur sem rætist. Að geta gert það fyrir framan fjölskylduna og liðið mitt, þú veist, það er mjög sérstakt,“ sagði Ko, sem er nú líka aðeins tveimur stigum frá 27 nauðsynlegum til að fá inngöngu í frægðarhöll LPGA.

Eins mikið og ég er spennt yfir að hafa unnið, þá er ég líka spennt fyrir smá frí sem nú er framundan til að undirbúa mig að verða brúður bráðlega.

Hinn lukkulegi sem fær að kvænast Ko heitir Chung Jun og er yngsti sonur varaforstjóra Hyundai, Chung-Tae-young. Chung Jun vinnur fyrir Hyundai í San Francisco og lagði stund á heimspeki og upplýsingatækni (ens. data science) í Claremont McKenna College í Kaliforníu. Chung Jun er mjög efnaður.