Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2022 | 13:04

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst náði ekki niðurskurði – Bradbury sigraði

Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppti í sínu fyrsta móti fullgildur meðlimur Evrópumótaraðarinnar, en náði því miður ekki niðurskurði að þessu sinni. Fall er fararheill – Gengur betur næst!!! Mótið, Joburg Open fór fram í Houghton GC, í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, dagana 25.-27. nóvember og lauk fyrr í morgun. Til þess að komast gegnum niðurskurð varð að spila tvo hringi á samtals sléttu pari eða betur. Óvenju slök byrjun Guðmundar Ágústs gerði í raun út um vonina að komast áfram, en hann lék fyrsta hring á 6 yfir pari, 77 höggum og seinni hringinn síðan á pari, 71 höggi. Sigurvegari í mótinu varð Englendingurinn Dan Bradbury en hann lék samtals á 21 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (47/2022)

Nokkrar „staðreyndir“ um golf á ensku: Golf fact: The higher a golf players handicap, the higher the chance that he will try to tell you what you’re doing wrong. ​ Golf balls are like eggs. They are both white, sold by the dozen, and a week later you have to go out and buy more. ​ ​The best person to play golf with is someone who is always a little worse than you are. ​ ​If your opponent can’t remember whether he shot a six or a seven on the hole, chances are he had an 8 on it.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: John Inman – 26. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er John Samuel Inman. Inman er fæddur 26. nóvember 1962 í Greensboro, Norður-Karólínu og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í liði Bandaríkjanna í Eisenhower Trophy. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1985. Inman spilaði á PGA Tour á árunum 1987–1996 og sigraði tvívegis: á Provident Classic mótinu, árið 1987 og Buick Southern Open, árið 1993. Hann er kvæntur Patti Arnold. Í dag spilar Inman á Champions Tour, Öldungamótaröð PGA Tour. Besti árangur Inman í risamóti er T-14 árangur í Opna bandaríska, árið 1990. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood, 26. nóvember 1987 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Amelia Rorer og Haru Nomura – 25. nóvember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Amelia Rorer og Haru Nomura. Amelia Rorer er fædd 25. nóvember 1952 og fagnar því 70 ára afmæli í dag. Besti árangur hennar á 5 ára LPGA ferli hennar er T-10 árangur á Opna bandaríska kvenrisamótinu 1981. Haru Nomura (japanska: 野村敏京😉 er fædd 25. nóvember 1992 og er því 30 ára í dag. Móðir hennar er frá Kóreu en faðir hennar japanskur. Árið 2011 valdi Haru japanskt ríkisfang. Hún byrjaði að spila golf 11 ára og árið 2007 vann hún japanska meistaratitilinn í fl. 12-14 ára. Nomura gerðist atvinnumaður 2010 og sigraði 6 sinnum á ferli sínum: 3 sinnum á LPGA, 1 sinni á Evróputúrnum, 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (12/2022): Davis Thompson

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 14. sæti verður kynntur í dag, en það er Davis Thompson. Davis Thompson fæddist 5. júní 1999 og er því 23 ára. Hann tók þátt í bandaríska háskólagolfinu, með háskólaliði sínu í University of Auburn og var m.a. valinn kylfingur ársins á útskriftarári sínu. Thompson gerðist atvinnumaður í golfi 2021. Thompson býr í dag á St. Simons Island, í Georgíu.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auðunn Einarsson – 24. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Auðunn Einarsson. Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og er því 47 ára. Auðunn er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011 og 2012. Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili en eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, þar sem hann kenndi golf. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (11/50): Erik Barnes

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 15. sæti verður kynntur í dag, en það er Erik Barnes. Erik Barnes fæddist 22. nóvember 1987 í Kalamazoo, Michigan og er því nýorðinn 35 ára. Barnes ólst upp í Marion, Indiana.  Hann er 1,78 m á hæð og 79 kg. Hann var í Marion High School (menntaskóla) og síðan spilaði hann með golfliði Austin Peay State University í bandaríska háskólagolfinu, en háskólinn er staðsettur í Clarksville, Tennessee.  Barnes hlaut heiðurstilnefninguna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Gauti Arnarson – 23. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Gauti Arnarsson. Arnar Gauti er fæddur 23. nóvember 1998 og á því 24 ára afmæli í dag. Arnar Gauti er bæði Haukamaður og í Golfklúbbnum Keili. Komast má á vefsíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Arnar Gauti Arnarsson (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ísafjarðar Bíó, 23. nóvember 1935 (87 ára); Vefspá Ragnhildar, 23. nóvember 1957 (65 ára); Kristín Þorvaldsdóttir, 23. nóvember 1958 (64 ára); Helgi Örn Viggosson 23. nóvember 1960 (62 ára) Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (60 ára merkisafmæli!!!); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (56 ára); Jerri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (10/50): Trevor Werbylo

Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 16. sæti verður kynntur í dag, en það er Trevor Werbylo. Trevor Werbylo fæddist 3. júní 1998 og er því 24 ára. Hann veit það líklegast ekki en hann á sama afmælis- dag og Axel „okkar“ Bóasson. Werbylo ólst upp í Tucson, Arizona og spilaði í bandaríska háskólagolfinu fyrir Arizona háskóla. Hann kynntist kærustu sinni Nicole Tiichel í 5. bekk í menntaskóla (highschool) og hún byrjaði í golfi stuttu eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Emma Cabrera Bello – 22. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Emma Cabrera Bello. Emma er fædd 22. nóvember 1985 og á því 37 ára afmæli. Emma byrjaði að spila golf 5 ára og býr nálægt Maspalomas golfvellinum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Hún er samt félagi í fínasta golfklúbbnum á Gran Kanarí: Real Club de Golf de Las Palmas, en völlur klúbbsins er byggður ofan í eldfjallagíg. Meðal áhugamála afmælisbarnsins er lestur góðra bóka, að vera á skíðum hvort heldur svig eða vatns-, henni finnst auk þess gaman að fara í kynnisferðir til að kynna sér nýja staði sem hún ferðast til. Bróðir Emmu er Rafa, sem spilar á Evrópumótaröðinni. Emma er með gráðu í Lesa meira