Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst náði ekki niðurskurði – Bradbury sigraði
Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppti í sínu fyrsta móti fullgildur meðlimur Evrópumótaraðarinnar, en náði því miður ekki niðurskurði að þessu sinni. Fall er fararheill – Gengur betur næst!!! Mótið, Joburg Open fór fram í Houghton GC, í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, dagana 25.-27. nóvember og lauk fyrr í morgun. Til þess að komast gegnum niðurskurð varð að spila tvo hringi á samtals sléttu pari eða betur. Óvenju slök byrjun Guðmundar Ágústs gerði í raun út um vonina að komast áfram, en hann lék fyrsta hring á 6 yfir pari, 77 höggum og seinni hringinn síðan á pari, 71 höggi. Sigurvegari í mótinu varð Englendingurinn Dan Bradbury en hann lék samtals á 21 undir Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (47/2022)
Nokkrar „staðreyndir“ um golf á ensku: Golf fact: The higher a golf players handicap, the higher the chance that he will try to tell you what you’re doing wrong. Golf balls are like eggs. They are both white, sold by the dozen, and a week later you have to go out and buy more. The best person to play golf with is someone who is always a little worse than you are. If your opponent can’t remember whether he shot a six or a seven on the hole, chances are he had an 8 on it.
Afmæliskylfingur dagsins: John Inman – 26. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er John Samuel Inman. Inman er fæddur 26. nóvember 1962 í Greensboro, Norður-Karólínu og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í liði Bandaríkjanna í Eisenhower Trophy. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1985. Inman spilaði á PGA Tour á árunum 1987–1996 og sigraði tvívegis: á Provident Classic mótinu, árið 1987 og Buick Southern Open, árið 1993. Hann er kvæntur Patti Arnold. Í dag spilar Inman á Champions Tour, Öldungamótaröð PGA Tour. Besti árangur Inman í risamóti er T-14 árangur í Opna bandaríska, árið 1990. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood, 26. nóvember 1987 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Amelia Rorer og Haru Nomura – 25. nóvember 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Amelia Rorer og Haru Nomura. Amelia Rorer er fædd 25. nóvember 1952 og fagnar því 70 ára afmæli í dag. Besti árangur hennar á 5 ára LPGA ferli hennar er T-10 árangur á Opna bandaríska kvenrisamótinu 1981. Haru Nomura (japanska: 野村敏京😉 er fædd 25. nóvember 1992 og er því 30 ára í dag. Móðir hennar er frá Kóreu en faðir hennar japanskur. Árið 2011 valdi Haru japanskt ríkisfang. Hún byrjaði að spila golf 11 ára og árið 2007 vann hún japanska meistaratitilinn í fl. 12-14 ára. Nomura gerðist atvinnumaður 2010 og sigraði 6 sinnum á ferli sínum: 3 sinnum á LPGA, 1 sinni á Evróputúrnum, 1 Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023 (12/2022): Davis Thompson
Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 14. sæti verður kynntur í dag, en það er Davis Thompson. Davis Thompson fæddist 5. júní 1999 og er því 23 ára. Hann tók þátt í bandaríska háskólagolfinu, með háskólaliði sínu í University of Auburn og var m.a. valinn kylfingur ársins á útskriftarári sínu. Thompson gerðist atvinnumaður í golfi 2021. Thompson býr í dag á St. Simons Island, í Georgíu.
Afmæliskylfingur dagsins: Auðunn Einarsson – 24. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Auðunn Einarsson. Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og er því 47 ára. Auðunn er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011 og 2012. Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili en eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, þar sem hann kenndi golf. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023 (11/50): Erik Barnes
Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 15. sæti verður kynntur í dag, en það er Erik Barnes. Erik Barnes fæddist 22. nóvember 1987 í Kalamazoo, Michigan og er því nýorðinn 35 ára. Barnes ólst upp í Marion, Indiana. Hann er 1,78 m á hæð og 79 kg. Hann var í Marion High School (menntaskóla) og síðan spilaði hann með golfliði Austin Peay State University í bandaríska háskólagolfinu, en háskólinn er staðsettur í Clarksville, Tennessee. Barnes hlaut heiðurstilnefninguna Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Gauti Arnarson – 23. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Gauti Arnarsson. Arnar Gauti er fæddur 23. nóvember 1998 og á því 24 ára afmæli í dag. Arnar Gauti er bæði Haukamaður og í Golfklúbbnum Keili. Komast má á vefsíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Arnar Gauti Arnarsson (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ísafjarðar Bíó, 23. nóvember 1935 (87 ára); Vefspá Ragnhildar, 23. nóvember 1957 (65 ára); Kristín Þorvaldsdóttir, 23. nóvember 1958 (64 ára); Helgi Örn Viggosson 23. nóvember 1960 (62 ára) Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (60 ára merkisafmæli!!!); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (56 ára); Jerri Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023 (10/50): Trevor Werbylo
Hér verður fram haldið að kynna stuttlega einn þeirra 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af 25 efstu sætum á Korn Ferry Tour eftir reglulega keppnistímabilið 2022. Sá sem varð í 16. sæti verður kynntur í dag, en það er Trevor Werbylo. Trevor Werbylo fæddist 3. júní 1998 og er því 24 ára. Hann veit það líklegast ekki en hann á sama afmælis- dag og Axel „okkar“ Bóasson. Werbylo ólst upp í Tucson, Arizona og spilaði í bandaríska háskólagolfinu fyrir Arizona háskóla. Hann kynntist kærustu sinni Nicole Tiichel í 5. bekk í menntaskóla (highschool) og hún byrjaði í golfi stuttu eftir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Emma Cabrera Bello – 22. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Emma Cabrera Bello. Emma er fædd 22. nóvember 1985 og á því 37 ára afmæli. Emma byrjaði að spila golf 5 ára og býr nálægt Maspalomas golfvellinum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Hún er samt félagi í fínasta golfklúbbnum á Gran Kanarí: Real Club de Golf de Las Palmas, en völlur klúbbsins er byggður ofan í eldfjallagíg. Meðal áhugamála afmælisbarnsins er lestur góðra bóka, að vera á skíðum hvort heldur svig eða vatns-, henni finnst auk þess gaman að fara í kynnisferðir til að kynna sér nýja staði sem hún ferðast til. Bróðir Emmu er Rafa, sem spilar á Evrópumótaröðinni. Emma er með gráðu í Lesa meira










