
Evróputúrinn: Rory nr. 1 í Evrópu 4. skiptið í röð
Þegar Nr. 1 á heimslistanum (Rory McIlroy) kom til Jumeirah Golf Estates fyrir lokamót Evrópumótaraðarinnar í Dubai og var hann með mjótt forskot á Ryan Fox á DP stigatöflunni.
En þegar inn í síðasta hringinn á sunnudaginn var komið, var næsti keppinautur McIlroy á stigalistanum sigurvegari Opna bandaríska Matt Fitzpatrick – sem einnig hefir sigrað tvívegis áEarth Course.
Lokahringur upp á fjóra undir pari, 68 högg samhliða því að Fitzpatrick varð T-5 á lokamótinu en Rory í 4. sæti, tryggði Rory fyrsta sætið á stigalistanum.
Félagi Rory í Ryder Cup, Jon Rahm, varð að sama skapi fyrsti kylfingurinn til að vinna DP World Tour Championship í sögulegt þriðja sinn, þar sem hann endaði tveimur höggum á undan Tyrrell Hatton og Alex Noren , sem deildu öðru sæti.
McIlroy endaði fyrst í efsta sæti stigalistans tímabilið 2012 og vann síðan Harry Vardon bikara 2014 og 2015.
Hinn 33 ára gamli Rory, sem hafði leitt stigakeppnina frá því hann varð í öðru sæti á 150. Open á St Andrews í júlí, vann einnig FedEx bikarinn á PGA TOUR í þriðja sinn í ágúst.
Aðeins áttfaldi sigurvegarinn Colin Montgomerie og sexfaldi sigurvegarinn Seve Ballesteros standa framar Rory hvað varðar fjölda Harry Vardon titla.
Á 2022 DP World Tour mótaröðinni var versti árangur McIlroy á 10 mótum T-12, í byrjun tímabilsins á Abu Dhabi HSBC Championship í janúar.
Fjórða sætið hans í Dubai á lokamótiunu var áttundi topp-5 árangur hans og sá 6. í röð. Ótrúlega flott hjá Rory.
Sjá má lokastöðuna á lokamótinu í Dubai (DP World Tour Championship) með því að SMELLA HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023