Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson.

Ingvi Rúnar er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 85 ára merkisafmæli í dag. Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Ingvi Rúnar er jafnframt stofnandi golfklúbbsins Hraunborga

Ingvi Rúnar er kvæntur, á 4 börn og fjölda barnabarna.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Ingvi Rúnar Einarsson (85 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristján Bjarnar Þórarinssson 19. nóvember 1944 (78 ára); Azahara Muñoz 19. nóvember 1987 (35 ára); Kyle Stanley, 19. nóvember 1987 (35 ára); Brittany Altomare, 19. nóvember 1990 (32 ára S!– spilar á LPGA); Juan Pablo Penuela Velez ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is