Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2022 | 21:30

LET: Guðrún Brá varð T-42 á lokaúrtökumótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefir lokið keppni á lokaúrtökumóti LET.

Hún varð T-42 og fær ekki fullan spilarétt á LET næsta keppnistímabil. Guðrún Brá var því miður aðeins 5 höggum frá 23. sætinu sem hefði tryggt fullan keppnisrétt á LET – Evrópumótaröð kvenna. Þetta þýðir að næsta keppnistímabil hefir Guðrún Brá takmarkaðan keppnisrétt á LET og verður að m.a. að treysta á boð styrktaraðila til að komast inn á þau mót, sem hún hefir ekki keppnisrétt á.

Lokaskor Guðrúnar Brá var 2 undir pari, 363 högg (73 71 74 72 73).

Efstar og jafnar í mótinu voru hinar þýsku Polly Mack og Alexandra Fösterling, báðar á samtals 15 undir pari, hvor.

Mótið fór fram dagana 17.-21. desember á Suður- og Norðurgolfvöllum La Manga, á Spáni.

Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: