Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2022 | 19:00

PGA: Vijay Singh & sonur sigruðu á PNC Championship

Það var kylfingurinn frá Fidji, Vijay Singh ásamt syni sínum, Qass, sem sigraði á föður/sonar móti PGA Tour, PNC Championship.

Þetta er í 16 skipti sem Vijay tekur þátt, en hann spilaði fyrst í mótinu ásamt syni sínum, Qass, árið 2003, þegar Qass var 13 ára.

Mótið fór fram í The Ritz-Carlton golfklúbbnum, í Orlando, Grande Lakes, dagane 17.-18. desember.

Vijay og Qass sigruðu á 26 undir pari, 118 og áttu 2 högg á þá sem urðu í 2. sæti John Daly & sonur, sem áttu titil að verja og Justin Thomas og föður, sem unnu árið 2020.

Tiger Woods tók þátt í mótinu, ásamt 13 ára syni sínum Charlie, og urðu þeir feðgar T-8.

Sjá má lokastöðuna á PNC Championship með því að SMELLA HÉR: