Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2022 | 08:00

Annika fyrsti kvenvaraforseti Sambands golffréttaritara

Golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Annika Sörenstam hefur bætt enn einum kafla við glæsilegan feril sinn með því að þiggja boð um að verða fyrsti kvenvaraforseti Sambands golffréttaritara (ens.: Association of Golf Writers (AGW)).

Á atvinnumannsferli sínum hefur Annika sigrað í 10 risamótum og yfir 90 atvinnumótum um allan heim, auk þess að vera fulltrúi Evrópu í átta Solheim Cup.

Samtökin hafa áður veitt Anniku viðurkenningar með þvi að velja hanaAGW kylfing ársins bæði 2003 og 2005. Það var líka árið 2003 Annika var tekin inn í frægðarhöll golfsins.

Frá því að Annika hætti í atvinnumennskunni hefur hún tekið að sér ýms hlutverk. Hún hefir haldið námskeið og opnaði Annika Academy  í Flórída. Akademían veitir kvenkylfingum á unglinga-, háskóla- og atvinnustigi tækifæri til að bæta leikinn auk þess sem lögð er áhersla á heilsurækt.Yfir 600 stúlkur frá 60 mismunandi löndum spila í sjö alþjóðlegum viðburðum akademíunnar.

Árið 2012 stofnaði Annika ANNIKA Invitational Europe, sem er  árlegt golfáhugamannamót í Svíþjóð fyrir evrópskar stúlkur yngri en 18 ára. Tveimur árum síðar kom LPGA á laggirnar árlegum Rolex Annika Major Award henni til heiðurs.

Árið 2015 var Annika ein af 7 konum, sem urðu heiðursfélagar í Royal & Ancient Golf Club of St. Andrews (R & A).

Frá árinu 2020 hefur Annika staðið fyrir sameiginlega DP World Tour og Ladies European Tour Volvo Car Scandinavian Mixed Championship og árið 2021 var tilkynnt að hún myndi koma á fót sínu eigið LPGA móti– ANNIKA Driven by Gainbridge á Pelican (fer fyrst fram á næsta ári: 9.-12. nóvember, 2023).

Nýlega var Annika endurkjörin forseti Alþjóða golfsambandsins til tveggja ára til viðbótar frá 1. janúar 2023.

Með þessum nýjasta heiðri frá AGW skráir Annika nafn sitt á spjöld golfsögunnar, en fyrir á því spjaldi yfir þá sem gegnt hafa stöðu varaforseta AGW eru golfgoðsagnirnar Sir Michael Bonallack, Tony Jacklin, Bernard Langer, Jack Nicklaus og Gary Player.

Ég er mjög stolt af því að vera útnefnd fyrsti kvenvaraformaður Félags golffréttaritara,“ sagði Annika, m.a. við tilnefninguna.

Félag golffréttaritara (ens: Association of Golf Writers skammst: AGW) var stofnað árið 1938 með það að markmiði að vinna náið með þeim sem stjórna og efla golf til að bæta vinnuaðstæður þeirra sem segja frá leiknum.