Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 23:00

PGA: List og Lovemark leiða í hálfleik á Honda Classic – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Luke List og Jamie Lovemark frá Bandaríkjunum sem leiða á Honda Classic, sem fram fer í Palm Beach Gardens í Flórída og er mót vikunnar á PGA Tour. Þeir List og Lovemark eru báðir á samtals 3 undir pari, 137 höggum; List (71 66) og Lovemark (68 69). List og Lovemark eru ekki meðal þekktustu kylfinga PGA Tour og má sjá eldri kynningar Golf 1 á þeim með því að SMELLA HÉR LUKE LIST og SMELLA HÉR LOVEMARK Tiger Woods er meðal þátttakanda og T-14 á samtals 1 yfir pari, 141 höggi (70 71). Meðal þess markverðasta á 2. hring er að sá sem á titil að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 21:00

Evróputúrinn: Otaegui leiðir í hálfleik í Qatar – Hápunktar 2. dags

Það er spænski kylfingurinn Adrian Otaegui sem leiðir í hálfleik í Commercial Bank Qatar Masters, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og fer fram í Doha í Qatar. Otaegui er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur Evrópumótaraðarinnar og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Otaegui er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (67 66). Til þess að sjá hápunkta 2.dags á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 20:45

LET: Ólafía Þórunn farin út á 3. hring – Fylgist með HÉR

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var að fara út á 3. hring í Ladies Classic Bonville mótinu. Hún fór út á 1. teig og er þegar búin að fá par á 1. holu. Valdís Þóra fer út kl. 11:35 a.m. að áströlskum tíma sem er kl. 00:35 a.m. áað íslenskum tíma þ..e. u.þ.b. kl. hálf eitt núna á eftir. Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Sverrisdóttir – 23. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Sverrisdóttir. Guðrún er fædd 23. febrúar 1955 . Guðrún er í Golfklúbbi Borgarness. Hún varð m.a. klúbbmeistari GB í flokki 55-64 ára kvenna, árið 2016. Komast má á facebook síðu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðrún Sverrisdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 23. febrúar 1957 (61 árs) – hann fór m.a. holu í höggi á æfingahring á Víkurvelli hjá GMS í sveitakeppni 2. deildar eldri karla í ágúst 2012); Hlöðver Guðnason (61 árs); Gylfi Sigfússon, GR og GV, 23. febrúar 1961 (57 ára); Steve Stricker, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 10:45

Bjarni Þór valinn vallarstjóri ársins 2017

Bjarni Þór Hannesson vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili var valinn vallarstjóri ársins í flokki golfvalla. Greint var frá kjörinu á aðalfundi samtaks íþrótta- og vallarstarfsmanna sem fram fór nýverið. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var valinn vallarstjóri ársins í flokki knattspyrnuvalla. Bjarni Þór hefur frá árinu 2012 starfað sem vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili. Völlurinn hefur ávallt verið í fyrsta flokks ástandi og á síðasta ári voru þrjár nýjar holur teknar í notkun sem þykja vel heppnaðar. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var valinn vallarstjóri ársins í flokki knattspyrnuvalla en þetta er í fjórða skiptið sem Kristinn hlýtur þessi verðlaun. Á myndinni í aðalfréttaglugga má sjá f.v.: Kristinn V. og Bjarna Þór.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LET 2018: Silvía Bañon (19/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 07:07

LET: Valdís Þóra í 4. sæti e. 2. dag í Bonville!!! Glæsilegt!!!

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi heldur uppteknum hætti og glæsilegri spilamennsku í Ástralíu. Hún lék 2. hring sinn á Ladies Classic Bonville mótinu, í New South Wales í Ástalíu á 70 höggum. Samtals er Valdís Þóra búin að spila á samtals 5 undir pari, 149 höggum (69 70) og er í 4. sætinu eftir 2. dag. Glæsilegt!!! Á 2. hring sínum í nótt fékk Valdís Þóra 3 fugla og 1 skolla. Ein í efsta sæti er Holly Clyburn frá Englandi á samtals 8 undir pari (sjá eldri kynningu Golf 1 á Clyburn með því að SMELLA HÉR) og  2. sætinu á samtals 6 yfir undir deila Olivia Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 07:00

LET: Ólafía komst g. niðurskurð í Bonville!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, sneri svo sannarlega við blaðinu á Ladies Classic Bonville mótinu í Bonville, New South Wales, í Ástralíu í nótt! Það var 10 högg sveifla frá 1. hring og með glæsilegum hætti kom Ólafía Þórunn sér gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við þær sem spiluðu á samtals 6 yfir pari eða betur og því náði Ólafía!!! Ólafía lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (80 70). Á glæsilegum 2. hring sínum lék Ólafía Þórunn á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 6 fugla og 4 skolla. Til þess að sjá stöðuna á Ladies Classic Bonville SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Elíasdóttir, Stefán Gunnar Svavarsson og Unndór Egill Jónsson – 22. febrúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru 3: Ingibjörg Elíasdóttir, Stefán Gunnar Svavarsson og Unndór Egill Jónsson. Ingibjörg er fædd 22. febrúar 1968 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan   Ingibjörg Elíasdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Stefán Gunnar er fæddur 22. febrúar 1968 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan   Stefán Gunnar Svavarsson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Unndór Egill er fæddur 22. febrúar 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2018 | 10:30

LET: Valdís Þóra á glæsilegum 69 höggum – Er T-2 e. 1. dag í Bonville!!!

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, gerir ekki endasleppt. Nú um helgina varð hún T-57 á LPGA á ISPS Handa Women´s Australia Open, í Adelaide eftir að hafa komist í gegnum niðurskurð með frábærum hætti. Í gær toppaði hún sig þegar hún lék 1. hring á Ladies Classic Bonville mótinu á 3 undir pari, 69 glæsihöggum!!! Hún er T-2 eftir 1. dag sem er stórglæsilegur árangur!!! Valdís Þóra deilir 2. sætinu með spænska kylfingnum Mörtu Sanz Barrio (Sjá eldri kynningu Golf 1 á Mörtu með því að SMELLA HÉR:) og aðeins enski kylfingurinn Holly Clyburn, sem lék á 5 undir pari, 67 höggum er ofar en Lesa meira