Nordic Golf League: Staðan á Lumine e. 1. dag
Það eru 4 íslenskir kylfingar sem eru við keppni á móti á Lumine golfstaðnum á Spáni; en þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Mótið, sem ber heitið Lakes Open er hluti af SGT Winter Series 2018 á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið stendur 24.-26. febrúar 2018. Lumine golfstaðurinn er nálægt borgunum Cambril og Tarragona, um 105 km frá Barcelona á Costa Dorada. Leikið er á 2 völlum Lumine: Hills vellinum (sem er par-72) og Lakes vellinum (sem er par-71). Eftir 1. dag er staðan, þannig að Guðmundur Ágúst hefir staðið sig best íslensku keppendanna, en staðan annars Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2018 (3)
Hér kemur einn gamall og …. ja ég bara veit ekki. En engu að síður látum hann fjúka: Herbergið var fullt af ófrískum konum og félögum þeirra. Lamaze námskeiðið var í „full swing“. Leiðbeinandi var að kenna konunum rétta öndunartækni við fæðingu og kenna félögum kvennanna hvernig best væri að aðstoða þær í fæðingunni. „Dömur mínar,“ sagði leiðbeinandinn. „Öll hreyfing er góð fyrir ykkur. Og það er sérstaklega gott að fara í göngutúra. Og herrar mínir það væri ekki úr vegi fyrir ykkur að fara í göngutúr með konunum ykkar.“ Það var mjög hljótt í herberginu. Loks rétti maður í miðjum hópnum upp höndina. „Já?“ spurði leiðbeinandinn. Spurning mannsins: „Er Lesa meira
Hvert högg telur – Myndskeið
Flestir kylfingar kannast við sögnina „Hvert högg telur.“ Sama hvort það er 300 m dræv eða 1 cm pútt. Bandaríski kylfingurinn Julían Suri komst að þessu á sársaukafullan máta á 2. degi Commercial Bank Qatar Masters… og náði í kjölfarið ekki niðurskurði í mótinu – munaði aðeins einu höggi!!! Hann missti örstutt pútt … vegna kæruleysis, þess vegna er þetta líklega svo ergilegt … kannski hann ætti að taka sér landa sinn Kevin Na til fyrirmyndar (Sjá grein Golf 1 um hægagang Na við 90 cm pútt með því að SMELLA HÉR:) En pútt Suri var virkilega örstutt – undir 30 cm – og Luke Hallinan, íþróttasálfræðingur, gat ekki stillt sig Lesa meira
Evróputúrinn: Fisher og Pepperell efstir e. 3. dag á Qatar Masters – Hápunktar
Það eru þeir Oliver Fisher og Eddie Pepperell frá Englandi sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Qatar Masters. Báðir hafa spilað á samtals 16 undir pari, 200 höggum; Pepperell (65 69 66) og Fisher (66 69 65). Tveimur höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn Sean Crocker, einn í 3. sæti. Til þess að sjá stöðuna á Qatar Masters að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: Mynd í aðalfréttaglugga: Eddie Pepperell frá Englandi annar forystumanna Commercial Bank Qatar Masters.
Afmæliskylfingur dagsins: Zach Johnson —— 24. febrúar 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Zach Johnson. Hann er fæddur 24. febrúar 1976 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Zach Johnson er e.t.v. frægastur fyrir að hafa sigrað á the Masters 2007, en að öðru leyti á hann 12 sigra í beltinu á PGA Tour, þ.á.m. sigraði hann á fyrsta PGA Tour móti ársins 2014: Tournament of Champions, í Hawaii. Zach er m.a. með samning við landbúnaðarvélaframleiðandann John Deere. Zach er kvæntur Kim Barclay og á með henni synina Wyatt og Will. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; og Victoria Tanco, 24. febrúar 1994 (24 ára – argentínsk). Golf Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota mæta liði Houston háskóla í holukeppni í dag
Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota ferðast til Houston í Texas og keppa þar í dag við lið University of Houston í holukeppni. Völlurinn sem spilað er á er í Augusta Pines golfklúbbnum í Houston og er par 72 og 7,041 yarda (6428 metra) langur. Í viðtali við þjálfara Minnesota, sem birtist á heimasíðu háskólans, John Carlson sagði hann m.a. mótið vera undirbúning fyrir fyrstu höggleikskeppni Minnesota liðsins, sem er Tiger Invitational. Það mót hefst 3. mars nk. og er spilað á Grand National vellinum í Opelika, Alabama. Sjá má viðtalið við Carlson með því að SMELLA HÉR:
Nordic Golf League: 4 íslenskir kylfingar v/keppni á Lumine
Það eru 4 íslenskir kylfingar sem eru við keppni á móti á Lumine golfstaðnum á Spáni; en þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Mótið, sem ber heitið Lakes Open er hluti af SGT Winter Series 2018 á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið stendur 24.-26. febrúar 2018. Lumine golfstaðurinn er nálægt borgunum Cambril og Tarragona, um 105 km frá Barcelona á Costa Dorada. Leikið er á 2 völlum Lumine: Hills vellinum (sem er par-72) og Lakes vellinum (sem er par-71). Til þess að fylgjast með gengi íslensku keppendanna á Lumine SMELLIÐ HÉR: Mynd í aðalfréttaglugga: Frá Hills vellinum á Lesa meira
LET: Valdís Þóra T-3 e. 3. dag í Bonville
Þetta er farið að verða býsna spennandi. Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk 3. hring sínum á Ladies Classic Bonville mótinu á sléttu pari. Það skiptust á skin og skúrir í leik Valdísar; á 1.-8. holu var útlitið svart, komnir 2 skollar og ekkert virtist ganga, það hefir þurft karakter til þess að láta harkið ekki fara í pirrurnar á sér; hann sýndi Valdís Þóra og kom tilbaka með 3 fuglum í röð (á 9.-11. holu) og staðan allt í einu, allt önnur Valdís Þóra farin úr 2 yfir pari í 1 undir par á hringnum. En hringurinn var ekki búinn; eftir var að spila 7 holur 12.-18. Lesa meira
LET: Valdís Þóra á +1 þegar 3. hringur er hálfnaður í Bonville
Eftir frábæra byrjun hjá Valdísi Þóru „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingi úr Golfklúbbnum Leyni, á Ladies Classic Bonville mótinu var svolítill mótbyr hjá henni, en hún fékk vægast sagt ekki óskabyrjun á 3. hring. Á fyrri hálfleik 3. hrings fékk Valdís Þóra 2 skolla og 1 fugl. Fuglinn kom ekki fyrr en á par-4 9. holu en fram að því hafði Valdís fengið 2 skolla og færðist jafnt og þétt niður skortöfluna. Hún var í 4. sæti eftir 2. hring og var komin í 7. sæti á 8. holu, en fuglinn á 9. kom henni aftur upp í 5. sæti, sem hún situr í þegar þessar línur eru skrifaðar (5. sætinu deilir Lesa meira
LET: Stórglæsilegur 3. hringur hjá Ólafíu Þórunni í Bonville!!!
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti glæsi- 3. hring á Ladies Classic Bonville mótinu; sem hún spilaði á 5 undir pari, 67 höggum. Á hringnum í nótt (3. hring) fékk Ólafía Þórunn 1 glæsiörn (á par-5 7. brautinni); 5 fugla og 2 skolla. Stórglæsilegt!!! Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 1 yfir pari (80 70 67). Við þetta flaug Ólafía Þórunn upp skortöfluna og er til alls líkleg á lokahringnum, sem spilaður verður seinna í dag/aðra nótt. Til þess að sjá stöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu SMELLIÐ HÉR:










