Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 07:07

LET: Valdís Þóra í 4. sæti e. 2. dag í Bonville!!! Glæsilegt!!!

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi heldur uppteknum hætti og glæsilegri spilamennsku í Ástralíu.

Hún lék 2. hring sinn á Ladies Classic Bonville mótinu, í New South Wales í Ástalíu á 70 höggum.

Samtals er Valdís Þóra búin að spila á samtals 5 undir pari, 149 höggum (69 70) og er í 4. sætinu eftir 2. dag. Glæsilegt!!!

Á 2. hring sínum í nótt fékk Valdís Þóra 3 fugla og 1 skolla.

Ein í efsta sæti er Holly Clyburn frá Englandi á samtals 8 undir pari (sjá eldri kynningu Golf 1 á Clyburn með því að SMELLA HÉR) og  2. sætinu á samtals 6 yfir undir deila Olivia Cowan frá Þýskalandi og hin franska Celine Boutier (sjá eldri kynningu Golf 1 á Boutier með því að SMELLA HÉR:)

Vonandi er að framhald verði nú um helgina á glæsispilamennsku Valdísar Þóru!!!

Til þess að sjá stöðuna á Ladies Classic Bonville SMELLIÐ HÉR: