Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2018 | 07:00

LET: Ólafía komst g. niðurskurð í Bonville!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, sneri svo sannarlega við blaðinu á Ladies Classic Bonville mótinu í Bonville, New South Wales, í Ástralíu í nótt!

Það var 10 högg sveifla frá 1. hring og með glæsilegum hætti kom Ólafía Þórunn sér gegnum niðurskurð.

Niðurskurður var miðaður við þær sem spiluðu á samtals 6 yfir pari eða betur og því náði Ólafía!!!

Ólafía lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (80 70).

Á glæsilegum 2. hring sínum lék Ólafía Þórunn á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 6 fugla og 4 skolla.

Til þess að sjá stöðuna á Ladies Classic Bonville SMELLIÐ HÉR: