Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 07:00

PGA: Michael Kim efstur í hálfleik John Deere þegar leik var frestað

Bandaríski kylfingurinn Michael Kim var með örugga forystu þegar leik var frestað á John Deere Classic mótinu vegna veðurs.

Kim er búinn að spila hringina tvo á samtals 16 undir pari og á eftir að spila 1 holu.

Næstir honum koma 3 kylfingar: David Hearn frá Kanada og Steve Wheatcroft og Johnson Wagner frá Bandaríkjunum, allir á samtals 12 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: