Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2023 | 14:00

NGL: Glæsilegur árangur hjá Haraldi Franklín Magnús!!!

Haraldur Franklín Magnús var sá eini af fimm íslenskum kylfingum, sem komst í gegnum niðurskurð á Camiral Golf & Wellness Championship, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni (skammst.: NGL).

Mótið stóð dagana 2.-4. mars 2023 og fór fram á tveimur völlum á PGA Catalunya golfsvæðinu rétt við borgina Girona, á Spáni: Stadium Course, sem er par 72 og Tour Course, sem er par 71.

Haraldur lék á samtals 7 undir pari, 208 höggum (68 72 68).

Hann varð T-4 þ.e. deildi 4. sætinu með tveimur öðrum kylfingum, Svíanum Charlie Lindh og Þjóðverjanum Phillip Katich. Stórglæsilegt hjá Haraldi!!!

Sjá má lokastöðuna á Camiral Golf & Wellness meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: