Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2023 | 18:00

PGA: Nico Echevarria sigraði á Puerto Rico Open

Það var Nico Echevarria, frá Kólombíu, sem sigraði á Puerto Rico Open.

Mótið fór fram í Grande Reserve golfklúbbnum á Puerto Rico, dagana  2.-5. mars samhliða Arnold Palmer Inv.

Sigurskor Echevarria var 21 undir pari, 267 högg (67 67 65 68).

Hann er fæddur 4. ágúst 1994 í Medelín, Kólombíu og því 28 ára. Þetta er fyrsti sigur Echevarria á PGA Tour, en fyrir á hann í beltinu tvo sigra á PGA Latinoamérica mótaröðinni.

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir var Akshay Bhatia, en sjá má nýlega kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Puerto Rico Open með því að SMELLA HÉR: