Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2023 | 20:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á parinu e. 1. dag í Kenía!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er meðal keppenda á Magical Kenya Open Presented by Absa mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð karla.

Mótið fer fram í Muthaiga GC, í Nairobi, Keníu, dagana 9.-12. mars 2023.

Guðmundur lék 1. hring, í dag, á 71 höggi.

Hann fékk 2 fugla og 2 skolla og er í hóp 25 kylfinga, sem allir komu í hús á sléttu pari.

Golf 1 heldur áfram að fylgjast náið með frammistöðu Guðmundar Ágústs á bestu mótaröð karlkylfinga í Evrópu ….

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Magical Kenya Open með því að SMELLA HÉR: