Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur enn T-8 e. 2. dag í Tennessee

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Bobby Nicholls Intercollegiate, sem fram fer dagana 17.-19. mars 2019. Mótið fer fram á Highlands velli, Sevierville golfklúbbsins í Sevierville í Tennessee. Þátttakendur eru 73 frá 12 háskólum. Ragnhildur er T-8 eftir 1. hring, sem hún er samtals búinn að spila á 5 yfir pari 147 höggum (73 74). Hún er eftir sem áður á 3. besta skorinu í liði sínu. EKU er í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Bobby Nicholls Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Herdís Sigurbergsdóttir – 18. mars 2019

Það er Herdís Sigurbergsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Herdís er fædd 18. mars 1971 og á því 48 ára afmæli í dag!  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Herdísi til hamingju með daginn hér að neðan: Herdís Sigurbergsdóttir (48 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru: Macdonald „Mac“ Smith,f. 18. mars 1892 – d. 31. ágúst 1949; Helgi Hólm, GSG, 18. mars 1941 (78 ára); Rúnar Hartmannsson 18. mars 1952 (67 ára); Soffia Björnsdóttir, 18. mars 1956 (63 ára); Einar Aðalbergsson, 18. mars 1960 (59 ára); Steinunn Sigurdardottir, 18. mars 1960 (59 ára); Sigridur Petursdottir, 18. mars 1961 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2019 | 12:00

Morðingi Celiu Barquin Arozamena játar

Í fyrra haust bárust þau sorgartíðindi að einn efnilegasti kvenkylfingur Spánar, Celia Barquin Arozamena, hefði verið myrt þar sem hún var við æfingar á golfvelli við háskóla í Iowa, þar sem hún var við það að útskrifast. Hinn 22 ára smákrimmi, Collin Daniel Richards, var ákærður fyrir að hafa að morgni hins 17. september 2018 orðið Celiu að bana á Coldwater Golf Links í Ames, Iowa. Richards var fljótlega handtekinn og hefir setið í fangelsi síðan. Hann hefir nú ritað dómara máls síns, sem tekið verður fyrir næsta haust, handskrifað bréf, þar sem hann gengst við verknaðinum. Blaðamenn Des Moines Register birtu bréf hans, sem sjá má hér að neðan: Dómarinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2019 | 11:00

Hvað var í sigurpoka Rory á The Players?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í poka Rory McIlroy þegar hann sigraði á The Players 2019: Bolti: TaylorMade TP5. Dræver: TaylorMade M5 (Mitsubishi Tensei CK Pro White 70), 9°. 5-tré: TaylorMade M5, 19° Járn (2): TaylorMade P790 UDI; (3-4): TaylorMade P750; (5-9): TaylorMade P730; (PW): TaylorMade Milled Grind Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind Hi-Toe (54° og 60°). Pútter: TaylorMade Spider X.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Mel Reid (54/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-8 e. 1. dag í Tennessee

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Bobby Nicholls Intercollegiate, sem fram fer dagana 17.-19. mars 2019. Mótið fer fram á Highlands velli, Sevierville golfklúbbsins í Sevierville í Tennessee. Þátttakendur eru 73 frá 12 háskólum. Ragnhildur er T-8 eftir 1. hring, sem hún lék á 2 yfir pari, 73 höggum. Hún er á 3. besta skorinu í liði sínu. EKU er í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Bobby Nicholls Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2019 | 22:00

PGA: Rory sigraði á The Players!

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari í móti, sem oft hefir verið nefnt 5. risamótið, þ.e. The Players, á TPC Sawgrass á Ponte Vedra Beach, í Flórída. Sigurskor Rory var 16 undir pari, 272 högg (67 65 70 70). Sjá má hápunkta í leik McIlroy á lokahring The Players með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti varð gamla brýnið Jim Furyk, 1 höggi á eftir Rory. Enski kylfingurinn Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas frá Venezuela deildu síðan 3. sætinu, enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 14 undir pari, hvor. Sjá má hápunkta lokahrings The Players með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2019 | 19:00

Evróputúrinn: Migliozzi með 1. sigur sinn!!!

Það var ítalski kylfingurinn Guido Migliozzi, sem sigraði í móti vikunnar á Evróputúrnum, Magical Kenya Open. Migliozzi er nýliði á Evróputúrnum og ekki sá þekktasti, en sjá má nýlega kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Sigurskor Migliozzi var 16 undir pari, 268 högg (67 68 64 69). Í 2. sæti urðu 3 kylfingar, hinn sjóðheiti Justin Harding, sem nýverið sigraði í 1. móti sínu á Evróputúrnum DeJaeger landi hans og spænski kylfingurinn Adri Arnaus, allir aðeins 1 höggi á eftir á samtals 15 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Magical Kenya Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2019 | 17:00

LET: Dagar m/1. sigur sinn!

Það var indverski kylfingurinn Diksha Dagar sem vann 1. sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna í Höfðaborg, á Investec South African Women´s Open. Sigurskor Dagar var samtals 5 undir pari, 211 högg (76 66 69). Í 2. sæti varð heimakonan Lee-Anne Pace höggi á eftir. Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, GL, tók þátt í mótinu en varð að draga sig úr því eftir 6 spilaðar holur á 1. hring vegna meiðsla. Sjá má lokastöðuna á Investec South African Women´s Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 22 ára afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Tumi varð m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar á undanförnum árum og gengið vel. Það sama má segja um fjölmörg opin mót, sem Tumi Hrafn hefir verið þátttakandi í. Hann sigraði t.a.m. út í Vestmannaeyjum á Eimskipsmótaröðinni 2016. Nú spilar Tumi Hrafn í bandaríska háskólagolfinu með liði Western Carolina University (WCU), Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan: Tumi Hrafn Kúld (22 ára – Innilega til hamingju með Lesa meira