Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 06:45

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen og félagar luku keppni í 3. sæti í Texas

Eva Karen Björnsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu ULM tóku þátt í HBU Husky Invitational. Mótið fór fram dagana 18.-19. mars og lauk í gær. Spilað var í Riverbend C.C. í Sugarland, Texas. Þátttakendur voru 66 frá 12 háskólum. Eva Karen lauk keppni á 261 höggi (89 80 92) og lið hennar varð í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á HBU Husky Inv. með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Evu Karenar og ULM er 31. mars n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar lauk keppni T-16 á Schenkel Inv.!!!

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State, tóku þátt í Schenkel Invitational mótinu, sem fram fór í Forest Heights CC, í Statesboro, Georgíu, dagana 15.-16. mars sl. Þátttakendur í mótinu voru 84 frá 14 háskólum. Egill Ragnar var á besta skorinu í liði sínu; lék á samtals 1 yfir pari, 216 höggum (74 73 70). Lið Georgia State varð í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Schenkel Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Georgia State er 22. mars n.k. í S-Karólínu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 05:55

Bandaríska háskólagolfið: Tumi lauk keppni á 3. besta skori WCU á GCU Inv.

Tumi Hrafn Kúld, GA, og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Western Carolina University (WCU) tóku þátt í GCU Invitational, sem fram fór í Phoenix Arizona, 15.-16. mars sl. Þátttakendur voru 112 frá 18 háskólum. Tumi lauk keppni á 3. besta skori liðs síns, sem að þessu sinni varð T-17. Tumi lék á samtals 13 yfir pari, 226 höggum (73 74 79). Sjá má lokastöðuna í GCU Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Tuma og félaga er 1. apríl n.k. í S-Karólínu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 05:40

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar urðu í 10. sæti á Lake Charles

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar hans í Louisiana Lafayette háskólaliðinu þ.e. The Ragin Cajuns, tóku þátt í Lake Charles Toyota Invitational, sem fram fór í Louisiana, dagana 18.-19. mars og lauk í gær. Mótið fór fram í The Country Club at the Golden Nugget í Lake Charles, Louisiana. Þátttakendur voru 99 frá 17 háskólum. Björn Óskar varð T-43 í einstaklingskeppninni með skor upp á slétt par, 216 högg (71 75 70). The Ragin Cajuns urðu í 10. sæti í liðakeppninni. Í mótinu tók einnig þátt Jóhannes Guðmundsson, GR, sem er á 1. ári sínu í Stephen F. Austin háskólanum í Texas. Jóhannes lék á samtals 2 undir pari, 214 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 05:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur lauk keppni í 7. sæti í Tennessee!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Bobby Nicholls Intercollegiate, sem fram fór dagana 17.-19. mars 2019 og lauk í gær. Mótið fór fram á Highlands velli, Sevierville golfklúbbsins í Sevierville í Tennessee. Þátttakendur voru 73 frá 12 háskólum. Ragnhildur lauk keppni í 7. sæti í einstaklingskeppninni, sem er stórglæsilegur árangur!!! Hún lék samtals á 7 yfir pari 220 höggum (73 74 73). Hún var á 2. besta skorinu í liði sínu. EKU lauk keppni í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Bobby Nicholls Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Ragnhildar og EKU er 29. mars í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 05:00

Forsetabikarinn 2019: Choi, Immelman og Weir varafyrirliðar Els

Ernie Els hefir útnefnt KJ Choi frá S-Kóreu, Trevor Immelman frá S-Afríku og Kanadamanninn Mike Weir, sem varafyrirliða síða í Forsetabikarnum. Forsetabikarinn fer fram seinna á þessu ári, nánar tiltekið í The Royal Melbourne Golf Club í Melbourne, Ástralíu í 3. sinn, þ.e. 9.-15. desember 2019. Áður var Els búinn að tilkynna að Ástralinn Geoff Ogilvy yrði einn varafyrirliða sinna. Sjá má Els ræða val sitt á varafyrirliðum sínum með því að SMELLA HÉR:  Í Forsetabikarnum spila lið Bandaríkjanna g. afgangnum að heiminum fyrir utan Evrópu með svipuðu keppnisfyrirkomulagi og í Rydernum. Frá 1994 þegar Forsetabikarinn fór fram í fyrsta sinn hefir lið Bandaríkjanna unnið í öll skipti nema 2.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Dylan Frittelli (33/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Kristín Bachmann. Hún er fædd 19. mars 1953 og á því 66 ára afmæli í dag. Guðrún Kristín er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan   Guðrún Kristín Bachmann – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Henry Taylor, f. 19. mars 1871 – d. 10. febrúar 1963 ; Gay Robert Brewer, f. 19. mars 1932 – d. 31. ágúst 2007; Aðalheiður Jóhannsdóttir, 19. mars 1956 (63 ára); Paul Davenport, 19. mars 1966 (53 ára); Louise Stahle 19. mars 1985 (34 ára) … Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Clément Sordet (20/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2019 | 12:00

PGA: Rahm sló næstum því í ungabarn á The Players

Spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem var í forystu fyrir lokahring The Players átti martraðarlokahring upp á 4 yfir pari, 76 högg og lauk keppni T-12 … en það hefði s.s. getað verið verra fyrir hann. Hann sló t.a.m. aðhögg á par-4 4. holunni sem hitti áhorfanda… og jafnvel það hefði getað orðið verra fyrir hann. Boltinn hitti áhorfandann í brjóstið … en við hliðina á honum var kona sem hélt á ungabarni og fyrir aftan hann var smábarn í kerru (sjá mynd). Ýmsir fréttamiðlar bentu á að maðurinn sem fékk boltann frá Rahm í brjóstið hafi verið svo hraustur að hann hafi ekki misst bjórglas sitt en segja má það Lesa meira