Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2019 | 19:00

Evróputúrinn: Migliozzi með 1. sigur sinn!!!

Það var ítalski kylfingurinn Guido Migliozzi, sem sigraði í móti vikunnar á Evróputúrnum, Magical Kenya Open.

Migliozzi er nýliði á Evróputúrnum og ekki sá þekktasti, en sjá má nýlega kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:

Sigurskor Migliozzi var 16 undir pari, 268 högg (67 68 64 69).

Í 2. sæti urðu 3 kylfingar, hinn sjóðheiti Justin Harding, sem nýverið sigraði í 1. móti sínu á Evróputúrnum DeJaeger landi hans og spænski kylfingurinn Adri Arnaus, allir aðeins 1 höggi á eftir á samtals 15 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á Magical Kenya Open með því að SMELLA HÉR: