Tumi Hrafn Kúld, GA. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 22 ára afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA).

Tumi varð m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar á undanförnum árum og gengið vel. Það sama má segja um fjölmörg opin mót, sem Tumi Hrafn hefir verið þátttakandi í. Hann sigraði t.a.m. út í Vestmannaeyjum á Eimskipsmótaröðinni 2016. Nú spilar Tumi Hrafn í bandaríska háskólagolfinu með liði Western Carolina University (WCU),

Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan:

Tumi Hrafn Kúld, GA. Mynd: Golf 1

Tumi Hrafn Kúld (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Bobby Jones, f. 17. mars 1902 – d. 18. desember 1971; Sigríður Th. Matthíesen GR, 17. mars 1946 (73 ára); Agnes Sigurþórs, 17. mars 1951 meistari GE í kvennaflokki 1980-1984 og 1986-1991 (68 ára); Alfreð Alfreðsson, 17. mars 1958 (61 árs);  Árni Sigurðsson, 17. mars 1967 (52 ára); Phillip Archer 17. mars 1972 (47 ára); Nora Angehrn, 17. mars 1980 (39 ára, svissnesk – LET); Aaron Baddeley, 17. mars 1981 (38 ára); Nökkvi Freyr Smárason, 17. mars 1996 (23 ára) … og Fiskbúð Hólmgeirs Stofnuð 17. mars 1958 (61 árs)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is