Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2019 | 22:00

PGA: Rory sigraði á The Players!

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari í móti, sem oft hefir verið nefnt 5. risamótið, þ.e. The Players, á TPC Sawgrass á Ponte Vedra Beach, í Flórída.

Sigurskor Rory var 16 undir pari, 272 högg (67 65 70 70).

Sjá má hápunkta í leik McIlroy á lokahring The Players með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti varð gamla brýnið Jim Furyk, 1 höggi á eftir Rory. Enski kylfingurinn Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas frá Venezuela deildu síðan 3. sætinu, enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 14 undir pari, hvor.

Sjá má hápunkta lokahrings The Players með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á The Players með því að SMELLA HÉR: