Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2019 | 17:00

LET: Dagar m/1. sigur sinn!

Það var indverski kylfingurinn Diksha Dagar sem vann 1. sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna í Höfðaborg, á Investec South African Women´s Open.

Sigurskor Dagar var samtals 5 undir pari, 211 högg (76 66 69).

Í 2. sæti varð heimakonan Lee-Anne Pace höggi á eftir.

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, GL, tók þátt í mótinu en varð að draga sig úr því eftir 6 spilaðar holur á 1. hring vegna meiðsla.

Sjá má lokastöðuna á Investec South African Women´s Open með því að SMELLA HÉR: