Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Curtis Luck (35/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Peter Lawrie – 22. mars 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Peter Lawrie. Hann er fæddur 22. mars 1974 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Peter Lawrie er fæddur í Dublin 22. mars 1974 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Hann vann Irish Amateur Closed Championship 1996 og gerðist atvinnumaður í kjölfarið árið 1997. Það tók hann nokkur ár að komast á Evróputúrinn en 4. sætið á Challenge Tour stigalistanum 2002 og þ.á.m sigur í Challenge Tour Grand Final varð til þess að hann fékk loks kortið. Lawrie þakkar sveifluþjálfa sínum Brendan McDaid árangurinn. Lawrie varð fyrsti Írinn til þess að verða Sir Henry Cotton nýliði ársins á Evróputúrnum. Hann hefðir síðan þá verið Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jennifer Kupcho (57/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Mikko Ilonen hættur í keppnisgolfi
Mikko Ilonen sá finnski kylfingur sem hefir náð lengst í golfíþróttinni, með 5 sigra á Evróputúrnum, hefur dregið sig í hlé, 39 ára, og segist hættur að keppa. Hann segist ætla að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni, en segist vonast getað tengst golfíþróttinni og starfað við hana í framtíðinni. Ilonen tilkynnti ákvörðun sína á vefsíðu sinni en hann upplýsti að hann hefði í vetur „einbeitt sér að fjölskyldu sinni og heilsu“ og hefir ekki spilað á Evróputúrnum frá því á Alfred Dunhill Championship sl. desember. Ilonen, gerðist atvinnumaður eftir að vera fyrsti Finninn til þess að sigra á Amateur Championship 2000. Hann átti besta ár sitt 2014, þegar hann hafði Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar T-9 í Texas e. 1. dag
Saga Traustadóttir, GR og félagar hennar í Colorado State taka þátt í Hawkeye El Tigre Invitational, sem fram fer dagana 21. -23. mars 2019, í El Tigre Country Club í Puerto Vallarta, Mexíkó. Þátttakendur eru 67 frá 12 háskólum. Eftir 1. hringinn í gær er Saga í 55. sæti í einstaklingskeppninni, spilaði 1. hring á 81 höggi. Saga er á 4. besta skorinu í liði sínu, Colorado State,, sem er T-9 í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Hawkeye El Tigre Inv. með því að SMELLA HÉR:
PGA: Dahmen og Straka efstir e. 1. dag Valspar
Það eru nýliðinn Sepp Straka, (25 ára) sá fyrsti á PGA Tour frá Austurríki og bandaríski kylfingurinn Joel Dahmen (29 ára), sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag Valspar Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour og stendur frá 21.-24. mars 2019 í Innisbrook, Flórída. Báðir léku þeir Dahmen og Straka 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum. Sjá má nýlega kynningu af hinum næsta óþekkta Sepp Straka með því að SMELLA HÉR: Dahmen hefir verið lengur að, en er líka fremur óþekkt nafn á PGA Tour en hann er á 2. ári sínu þar og má sjá kynningu Golf 1 á Dahmen með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Dagbjartur í 12. sæti á Campionato Internazionale D´Italia Maschile e. 2. dag
GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Viktor Ingi Einarsson, taka þátt í sterku móti á Ítalíu, Campionato Internazionale D´Italia Maschile. Þátttakendur í mótinu eru 131. Spilað er í Acaya Golf & Country klúbbnum í bænum Vernole, rétt hjá Lecce á Ítalíu. Eftir 2. dag er Dagbjartur í 12. sæti búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (71 76), sem er stórglæsilegur árangur en Dagbjartur er í efstu 10% keppenda. Viktor Ingi er í 103. sæti búinn að spila á 25 yfir pari, 167 höggum (79 88). Sjá má stöðuna á Campionato Internazionale D´Italia Maschile með því að SMELLA HÉR:
Frábær árangur íslenskra kylfinga á heims- leikum Special Olympics! Ásmundur Þór m/silfur!
Heimsleikar Special Olympics hófust um miðjan mars en stór hópur Íslendinga er í Abu Dhabi þar sem keppnin fer fram. Alls taka 192 þjóðir þátt og um 150 Íslendingar eru í Abu Dhabi í tengslum við heimsleikana, keppendur og aðstandendur þeirra. Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í golfkeppninni á Special Olympics og stóðu þeir sig gríðarlega vel. Keppni í golfi lauk í dag en keppnisdagarnar voru alls fjórir. Elín Fanney Ólafsdóttir, Ásmundur Þór Ásmundsson og Pálmi Þór Pálmason kepptu fyrir Íslands hönd og stóðu sig með prýði eins og áður segir. Ásmundur Þór gerði sér lítið fyrir og nældi í silfurverðlaun. Elín Fanney og Pálmi Þór voru hársbreidd frá því Lesa meira
Ólafía Þórunn áfram í samstarfi v/ Bláa Lónið!
Bláa Lónið og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til tveggja ára og verður Bláa Lónið því áfram einn af aðalstyrktaraðilum atvinnukylfingsins sterka. Ólafía og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, undirrituðu samninginn fyrir skemmstu en markmiðið með honum er líkt og áður að veita Ólafíu stuðning til keppni og æfinga. „Við höfum átt frábært ár saman og áframhaldandi stuðningur frá Bláa Lóninu er mér mikilvægur. Eftir gott síðasta ár, dansandi á línunni rétt vitlausu megin, í íþrótt þar sem hársbreidd getur munað til að ná árangri, er gott að finna þennan stuðning. Það getur verið svo stutt í toppinn og því verður maður að halda áfram að vinna hörðum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Daria Pankhurst Pratt Wright Karageorgevich – 21. mars 2019
Það er Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich), sem er afmæliskylfingur dagsins, en hún fæddist í dag 21. mars 1859 og á því „160 ára afmæli“ í dag. Daría vann m.a. bronsverðlaun í golfi á Sumar Ólympíuleikunum 1900. Daría kvæntist Prins Alexis Karageorgevich, frænda Péturs konungs af Serbíu, þann 11. júní 1913, í París. Þau voru gift í 7 ár og skildu 1920. Daría lést 26. júní 1938. Hún eignaðist eina dóttur Harriette Wright og á tvö barnabörn Daríu Mercati og Leonardos Merkatis. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael McCullough, 21. mars 1945 (74 ára); Karen Lunn, 21. mars 1966 (53 ára); Stewart Cink, 21. Lesa meira










