Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2019 | 16:50

Dagbjartur í 12. sæti á Campionato Internazionale D´Italia Maschile e. 2. dag

GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Viktor Ingi Einarsson, taka þátt í sterku móti á Ítalíu, Campionato Internazionale D´Italia Maschile.

Þátttakendur í mótinu eru 131.

Spilað er í Acaya Golf & Country klúbbnum í bænum Vernole, rétt hjá Lecce á Ítalíu.

Eftir 2. dag er Dagbjartur í 12. sæti búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (71 76), sem er stórglæsilegur árangur en Dagbjartur er í efstu 10% keppenda.

Viktor Ingi er í 103. sæti búinn að spila á 25 yfir pari, 167 höggum (79 88).

Sjá má stöðuna á Campionato Internazionale D´Italia Maschile með því að SMELLA HÉR: