Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2019 | 07:30

Mikko Ilonen hættur í keppnisgolfi

Mikko Ilonen sá finnski kylfingur sem hefir náð lengst í golfíþróttinni, með 5 sigra á Evróputúrnum, hefur dregið sig í hlé, 39 ára, og segist hættur að keppa.

Hann segist ætla að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni, en segist vonast getað tengst golfíþróttinni og starfað við hana í framtíðinni.

Ilonen tilkynnti ákvörðun sína á vefsíðu sinni en hann upplýsti að hann hefði í vetur „einbeitt sér að fjölskyldu sinni og heilsu“ og hefir ekki spilað á Evróputúrnum frá því á Alfred Dunhill Championship sl. desember.

Ilonen, gerðist atvinnumaður eftir að vera fyrsti Finninn til þess að sigra á Amateur Championship 2000. Hann átti besta ár sitt  2014, þegar hann hafði betur gegn Eduardo Molinari og sigraði á Irish Open title og sigraði síðan líka á Volvo World Match Play Championship  í the London Club með 3&1 sigur á Henrik Stenson í úrslitum.

Þessi árangur kom honum í 37. sætið á heimslistanum, sem er besti árangur llonen á heimslistanum. Besti árangur Ilonen að undanförnu er T-3 árangur á Trophee Hassan II í apríl á sl. ári.

Í fréttatilkynningunni frá Illonen sagði m.a.: „Ég hef tekið þá ákvörðun að spila ekki golf í fríi mínu sem byrjaði eftir World Cup í nóvember á sl. ári. Í stað þess hef ég einbeitt mér að fjölskyldu minni og heilsu.“

Ilonen átti þann heiður að ná 1000. ásnum á Evróputúrnum en þá var meðfylgjandi mynd tekinn af honum:

Mikko Ilonen

Ennfremur sagði í fréttatilkynningunni frá Ilonen:

Ég hef notað tímann vel, sem þýðir að ég hef notið veturins og ég hef gert hluti sem ég var vanur að gera sem krakki eins og að fara á skíði og snjóbretti. Þennan tíma sem ég hef átt með konu minni og tveimur börnum hefir verið mér svo dýrmætur að ég gerði mér grein fyrir að ég vil ekki setja neitt fram fyrir fjölskyldu mína.“

Sem atvinnumaður í golfi, eða sem íþróttamaður almennt, verður maður að vera eigingjarn. Ég hef verið eigingjarn í 20 ár núna og tel að það sé tími til þess að hugsa um aðra eins og þeir hafa hugsað um mig. Ég er mjög þakklátur fyrir hvað golfið hefir gefið mér en nú vil ég einbeita mér að því að gefa til baka til þeirra sem hafa stutt mig og til golfs almennt.“