Tiger kæfði niður bros þegar… hann sá handtökumyndina af sér
Golfáhangandinn Thomas Wesling, sem er efstubekkingur í University of Wisconsin La Crosse, er mikill Tiger Woods aðdáandi. Hann varði hluta af vorfríinu sínu (Spring Break) til þess að horfa á Tiger spila á The Players. Hann var í nokkuð sérkennilegum bol, þar sem handtökumynd Tiger er á frá 2017. „Ég keypti bolinn á síðasta ári þegar Tiger vann á Tour Championship,“ sagði Wesling í viðtali við The Milwaukee Journal Sentinel. „Ég er mikill Tiger aðdáandi, ég elska Tiger, þannig að með það í huga taldi ég að ég yrði að vera í bolnum mínum. Ég vissi að ef ég fengi einhver viðbrögð frá honum þá væri það ómetanlegt.“ Og svo vildi Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Sarah Schmelzel (56/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Evróputúrinn: Elvira og Fraser efstir á Maybank e. 1. dag
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Maybank Malaysia Open. Eftir 1. dag eru tveir kylfingar efstir og jafnir en það eru Spánverjinn Nacho Elvira og Ástralinn Marcus Fraser. Báðir spiluðu 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. 3 kylfingar deila 3. sætinu en það eru Jazz Janewattanaond frá Thailandi, Angelo Que frá Filippseyjum og Austurríkismaðurinn Matthías Schwab, allir 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Maybank Malaysia Open með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Nacho Elvira
„W“ fékk ás!!!
Fyrrum forseti Bandaríkjanna, George W. Bush fór holu í höggi í fyrsta sinn. Ásinn kom í gær, miðvikudaginn 20. mars 2019, á par-3 12. holu Trinity Forest golfklúbbsins í Dallas, þar sem AT&T Byron Nelson PGA Tour mótið fer fram síðar á þessu ári. Bush, sem er 72 ára, var að spila við forstjóra The Bush Center Ken Hersch og stjórnarmennina Mike Meece og Bill Hickey. Sjá má mynd af forsetanum fv. og holli hans, sem tekin var í tilefni ássins á Instagram með því að SMELLA HÉR: Í texta með myndinni stóð að næsta markmið W í golfinu væri að verða 100 ára gamall þannig að hann gæti spilað á aldri Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva á félagar luku keppni í 3. sæti á Pinehurst Intercollegiate
Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og félagar í Boston University tóku þátt í Pinehurst Intercollegiate, sem fram fór dagana 13.-15. mars sl. Mótið var spilað á hinum fræga Pinehurst nr. 8 velli og voru þátttakendur 41 frá 6 háskólum. Særós Eva varð T-34 í einstaklingskeppninni á samtals 58 yfir pari, 274 höggum (94 91 89) og spilaði sífellt betur eftir því sem leið á mótið! Lið Særósar Evu, Boston University varð í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Pinehurst Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Nicholas Lindheim (34/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur og félagar T-10 á N.I.T mótinu
Hlynur Bergsson, GKG og félagar í Meangreens þ.e. liði North Texas University tóku þátt í N.I.T mótinu í Tucson, Arizona, sem fram fór 18.-19. mars 2019 og lauk í gær. Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum. Hlynur varð T-75 í einstaklingskeppninni á 227 höggum (77 79 71) og var á 4. besta skori í liði sínu. Lið Hlyns, The Meangreens, varð T-10 þ.e. deildi 10. sætinu með 2 öðrum háskólaliðum. Sjá má lokastöðuna á N.I.T mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull –——- 20. mars 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 23 ára í dag. Charley er einn alefnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst fyrst í fréttirnar fyrir u.þ.b. 6 árum, þar sem hún fékk ekki að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu og komst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Charley var yngst í sigurliði Solheim Cup 2013 og lagði þar sitt lóð á vogarskálarnar. Eins var hún í Solheim Cup liði Evrópu 2015 og 2017. Charley er með keppnisrétt bæði á LET og LPGA, LPGA eftir þátttöku í Q-school LPGA . Hún sigraði í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Klara Spilková (55/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn varð T-16 á KCAC#1
Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Bethany Swedes tóku þátt í KCAC#1 mótinu, sem fram fór í Crestview CC í Wichita, Kansas, dagana 18.-19. mars 2019 og lauk í gær. Þátttakendur voru 54 frá 9 háskólum. Birgir Björn varð T-16 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (83 78). Birgir Björn var á næstbesta skori í liði sínu, sem hafnaði í 5. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á KCAC#1 með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Bethany Swedes er 1. apríl í Missouri.










