Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2019 | 09:33

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún við keppni í Arizona

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake eru við keppni á Red Rocks Invitational mótinu, sem fram fer dagana 23.-24. mars 2019 í Cornville, Arizona. Þátttakendur eru 105 frá 18 háskólum. Sigurlaugu Rún hefir oft gengið betur en hún er sem stendur T-94 á samtals 17 yfir pari, 159 höggum (77 82). Drake er í 12. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Red Rocks Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2019 | 09:15

Evróputúrinn: Scott Hend sigraði á Maybank Championship e. bráðabana við Nacho Elvira

Það var ástralski kylfingurinn Scott Hend, sem stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana við spænska kylfinginn Nacho Elvira á móti vikunnar á Evróputúrnum, Maybank Championship. Mótið fór fram í Saujana, G&CC, í Kuala Lumpur, Malasíu dagana 21.-24. mars 2019 og lauk nú rétt í þessu. Þeir Hend og Elvira voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Báðir spiluðu Hend og Elvira á 15 undir pari, 273 höggum; Hend (69 70 67 67) og Elvira (65 72 66 70). Í bráðabananum vann Scott Hend með fugli á 1. holu bráðabanans meðan Elvira tapaði á parinu. Sjá má lokastöðuna á Maybank Championship Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2019 | 08:00

Axel með golfkennslu

Íslandsmeistarinn í höggleik 2018, Axel Bóasson, GK, býður upp á golfkennslu. Á facebook mátti lesa eftirfarandi skilaboð frá Axel: „Góðan dag kæru vinir 🙂 Þar sem ég er að læra að verða golfkennari í PGA golfkennaraskólanum hef ég ákveðið að taka að mér kennslu sem nemi þegar ég er á landinu. Ég ætla að bjóða uppá 30-60 mín kennslu. Greiðslur og staðsetning verða eftir samkomulagi til að byrja með. Ef þig vantar leiðbeiningu með sveifluna endilega sendu á mig skilaboð hér á facebook eða í gegnum axelboas@gmail.com og við finnum tíma sem hentar 🙂“

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2019 | 23:59

PGA: Casey leiðir f. lokahring Valspar Open

Enski kylfingurinn Paul Casey er í forystu fyrir lokahring Valspar Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Casey er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum (70 66 68). Á hæla Casey er Dustin Johnson (DJ) efsti maður heimslistans, aðeins 1 höggi á eftir. Aðrir sem blanda sér í sigurbaráttuna eru bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak, sem er í 3. sæti á samtals 7 undir pari og þeir sem deila 4. sætinu á samtals 6 undir pari, Luke Donald og Scott Stallings. Til þess að sjá stöðuna á Valspar Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Valspar Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2019 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar luku keppni í 9. sæti í Texas

Saga Traustadóttir, GR og félagar hennar í Colorado State tóku þátt í Hawkeye El Tigre Invitational, sem fram fór dagana 21. -23. mars 2019, í El Tigre Country Club í Puerto Vallarta, Mexíkó og lauk í dag. Þátttakendur voru 67 frá 12 háskólum. Saga lék samtals á 14 yfir pari, 230 höggum (81 75 74) Saga var á 3.-4. besta skorinu í liði sínu, Colorado State, sem varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Hawkeye El Tigre Inv. með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sögu og félaga í Colorado State er 7. apríl n.k. í Napa, Kaliforníu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar á besta skori í liði Georgia State e. 2. dag Furman Int.

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State, taka þátt í Furman Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Greenville, Suður-Karólínu, dagana 22.-24. mars 2019 og lýkur á morgun. Þetta er stórt og sterkt mót; þátttakendur 120 frá 21 háskóla. Eftir 2. dag er Egill Ragnar á besta skori liðs síns, líkt og á fyrsta degi og er sem stendur T-51; hefir spilað á samtals 7 yfir pari, 149 höggum (74 75). Georgia State er í 18. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna eftir 2. dag Furman Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (12)

Hér kemur einn forsetadjók: Richard Nixon var aldrei mikill kylfingur. Hann spilaði samt svolítið meðan hann var varaforseti aðallega vegna þess að Dwight D. Eisenhower var svo mikill ástríðukylfingur. Eitt sinn í forsetatíð Nixon, þegar hann var í Camp David, þá rakst hann á Henry Kissinger og sagði stoltur: „Ég var á 126 í dag!“ „Það er mjög gott, golfið þitt er að taka framförum,“ svaraði Kissinger. „Ég var í keilu, Henry,“ sagði Nixon, örlítið súr á svip 🙂 _______________________________________ Og hér er einn, sem eiginlega verður að segja á ensku: A couple of buddies decide to play together for the first time. Bob is an avid golfer and Jimmy is Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2019

Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963. Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili. Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna Kristín sigraði í 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011 auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er alltaf meðal þeirra efstu. Kristín varð Íslandsmeistari í flokki 50+ með forgöf 2013. Kristín er gift Bóas og eiga þau eins og áður segir tvö börn Axel og Jódísi. Komast má á facebooksíðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Kristin Sigurbergsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2019 | 15:00

Dagbjartur varð T-6 á Ítalíu!!!

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í sterku móti á Ítalíu, Campionato Internazionale D´Italia Maschile, þar sem þátttakendur voru 131. Spilað var í Acaya Golf & Country klúbbnum í bænum Vernole, rétt hjá Lecce á Ítalíu. Dagbjartur lauk keppni í 6. sæti, sem hann deildi ásamt Hollendingnum Kiet Van Der Veele. Þetta er sérlega glæsilegur árangur hjá Dagbjarti!!! Hann lék á samtals 6 yfir pari, 290 höggum (71 76 72 71). Viktor Ingi Einarsson, GR, tók einnig þátt í mótinu, en komst ekki í gegnum niðurskurð. Sjá má lokastöðuna á Campionato Internazionale D´Italia Maschile með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2019 | 23:59

PGA: Casey og Cook deila forystunni í Copperhead e. 2. dag

Það eru þeir Paul Casey og Austin Cook, sem deila forystunni í hálfleik á The Valspar Open. Báðir hafa spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum; Casey (70 66) og Cook (69 67). Cook er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn en sjá má Golf 1 kynningu á honum með því að SMELLA HÉR: Luke Donald er einn þriggja sem deila 3. sæti. Hinir eru bandaríska kylfingurinn Scott Stallings og Sungjae Im frá S-Kóreu, allir 1 höggi á eftir forystumönnunum. Til þess að sjá stöðuna á The Valspar Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags The Valspar Open SMELLIÐ HÉR:  Í aðalmyndaglugga f.v.: Austin Cook og Paul Casey