Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2019 | 10:00

Nordic Golf League: Axel bestur 4 íslenskra þátttakenda (T-9) á úrtökumóti fyrir Made in Denmark mótið

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í úrtökumótinu fyrir Jyske Bank Made in Denmark mótið, en það er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni: Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Mótið fór fram dagana 8.-10. maí 2019 í Silkeborg Ry golfklúbbnum, á Jótlandi.

Haraldur Franklín komst ekki í gegnum niðurskurð.

Hinir 3 spiluðu á lokahringnum og luku þeir keppni með eftirfarandi hætti:

Axel Bóasson GK, stóð sig best var á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 69 70) og varð T-9.

Andri Þór Björnsson, GR var á samtals 5 undir pari, 211 höggum (71 71 69) og varð T-24.

Guðmundur Ágúst, GR varð á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (71 71 76) og varð T-57.

Sjá má lokastöðuna á Jyske Bank Made in Denmark mótinu með því að SMELLA HÉR: