Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2019 | 16:01

Symetra: Ólafía Þórunn á 74 á lokahring IOA Inv.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í IOA Invitational, sem er hluti af Symetra Tour.

Hún komst í gegnum niðurskurð og spilaði því 3. og lokahringinn í dag.

Samtals lék Ólafía á 2 yfir pari, 218 höggum (73 71 74). Glæsilegt!!!

Hún lauk keppni T-45 og hlaut $765 í verðlaunafé (u.þ.b. 95.000 ISK).

Það var spænski kylfingurinn María Parra, sem sigraði, eftir 4 kvenna bráðabana, þar sme hún stóð uppi sem sigurvegari.

Sjá má lokastöðuna á IOA Invitational með því að SMELLA HÉR: