Afmæliskylfingur dagsins: Raphaël Jacquelin – 8. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Raphaël Jacquelin. Raphaël fæddist 8. maí 1974 í Lyon í Frakklandi og á því 45 ára afmæli í dag! Raphaël gerðist atvinnumaður í golfi, fyrir 23 árum síðan 1995, eftir að verða franskur meistari. Raphaël hóf ferilinn á Áskorendamótaröðinni. Árið 1997 sigraði hann tvívegis og varð í 4. sæti á peningalistanum þannig að hann komst á Evrópumótaröðina 1998. Það var samt ekki fyrr en í 238. mótinu sem hann tók þátt í á Evrópumótaröðinni að hann vann fyrsta sigur sinn. Það var fyrir 10 árum, árið 2005 á Open de Madrid. Hann vann í 2. sinn, 2007 á BMW Asian Open. Besti árangur hans á stigalista Evrópumótaraðarinnar Lesa meira
Ólafía Þórunn tryggði sér þátttökurétt á Opna bandaríska
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, tryggði sér þátttökurétt í Opna bandaríska kvenrisamótinu. Hún tók þátt í úrtökumóti fyrir risamótið, sem fram fór í Walnut Creek Golf Preserveve, í Westminster, Colorado, 6. maí sl. Ólafía Þórunn átti tvo snildarhringi upp á 69 og 70 sem trggðu henni farseðilinn á risamótið, 1 höggi betri en Dottie Ardina, sem varð í 2. sæti. Um Dottie Ardina sjá eldri kynningu Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Á facebook síðu sína skrifaði Ólafía Þórunn: „US OPEN here we come!! 🙌 69-70 for the ticket to Charleston SC. Walnut Creek is my new favorite course! Thanks to everyone who had anything to do with the Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Shawn Stefani (40/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Henrik Bjørnstad — 7. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Norðmaðurinn Henrik Bjørnstad. Hann fæddist 7. maí 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Bjørnstad er fyrsti kylfingur Norðmanna til þess að spila á PGA Tour en hann varð í 13. sæti á Q-school PGA 2005. Áður spilaði Bjørnstad á Evróputúrnum 1999 og 2001-2004. Fyrsta keppnistímabilið náði hann niðurskurði í 17 mótum af 31 sem hann spilaði í og varð 1 sinni meðal 10 efstu. Þessi árangur varð til þess að hann varð í 152. sæti á peningalista PGA Tour. Árið 2007-2009 spilaði Bjørnstad mestmegnis á Nationwide Tour. Árið 2009 tryggði Bjørnstad sér enn keppnisrétt á PGA Tour með því að verða meðal 25 efstu Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Max Homa?
Bandaríski kylfingurinn Max Homa vann fyrsta PGA Tour titil sinn á Wells Fargo Championship nú um helgina. Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í sigurpoka hans: DRÆVER: Titleist TS4 (9.5°), með Mitsubishi Tensei CK Pro Orange 70 TX skafti. BRAUTARTRÉ: Titleist TS3 (15°), með Aldila Rogue Black 80 TX skafti. BLENDINGUR: Titleist 818H2 (19°), með Graphite Design Tour AD DI 105 X Hybrid skafti. JÁRN: Titleist 718 MB (4-9), with KBS Tour S-Taper sköft. FLEYGJÁRN: Titleist Vokey Design SM7 (46°), með KBS Tour S-Taper skafti; (50°, 54° og 60°), með KBS Hi-Rev 2.0 sköftum. PÚTTER: Scotty Cameron Futura T5W prototype. BOLTI: Titleist Pro V1. GRIP: Golf Pride Tour Velvet Cord. Lesa meira
Snekkja Tiger við höfn skammt frá mótsstað PGA Championship
Búið er að færa „fjórða“ risamótið, PGA Championship, framar á árinu; en það hefir venjulega farið fram í ágúst og verið það síðasta í röðinni af risamótunum fjórum. Nú verður það framvegis risamót nr. 2. PGA Championship fer nú í ár fram dagana 16.-19. maí 2019 á Bethpage Black vellinum, í Farmingdale New York, þ.e. í næstu viku. Sumir eru farnir að spyrja sig að því hvort Tiger takist að bæta 16. risatitlinum við? Skv. MarineTraffic.com er $20 milljóna snekkja Tiger, “Privacy,” í höfn við Oyster Bay, N.Y., sem er í u.þ.b. 13 mílna (þ.e. u.þ.b. 20 km) fjarlægð frá Bethpage Black. „Ég veit ekki hvort hann (Tiger) er þarna, Lesa meira
Eitt elsta skorkort í heimi fór á kr. 680.000 á uppboði
Heimsins elsta skorkort, sem ritað var í Skotlandi fyrir 199 árum náði u.þ.b. 5000 pundum eða ÍKR 680.000,- á uppboði í Edinborg. Skorkortið sem er innrammað sýnir að herra Cundell spilaði 5 holur á Musselburgh linksaranum tvívegis þann 2. desember 1820. Skorkortið sem hefir orðið fyrir barðinu á rigningu, þannig að blekið rann til, sýnir að Cundell spilaði holurnar 10 á 84 höggum, sem dugði til þess að vinna „the Leith Thistle Golf Club winter medal“. Kylfingurinn (Cundell) skrifaði athugasemdir sínar með rithönd sinni að neðanverðu á skorkortið en þar segir: “Dreadful storm of wind and rain — atmosphere quite yellow — just like the lurid regions of Pandemonium.” Þetta er sjalfgæfur Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Seth Reeves (39/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2019
Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959 og á því merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011. Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni. Komast má á Facebooksíðu Ingveldar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Ingveldur Ingvarsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Grier Jones, 6. maí 1946 (73 ára); Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (63 ára); Scott Lesa meira
PGA: Homa sigurvegari Wells Fargo
Það var Max Homa, sem sigraði á Wells Fargo Championship. Sigurskor Homa var 15 undir pari, 269 högg (69 63 70 67). Homa er ekki sá þekktasti á PGA Tour og þetta er fyrsti sigur hans á mótaröðinni. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Homa með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti var Joel Dahmen á 12 undir pari, 272 höggum (66 66 70 70). Stóru nöfnin voru í baksætinu hjá nýliðunum: í 3. sæti var Justin Rose á 11 undir pari, 273 höggum (70 67 68 68); Sergio Garcia deildi síðan 4. sætinu með þeim Rickie Fowler, Paul Casey og Jason Dufner; allir á samtals 9 undi Lesa meira










