Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2019 | 23:59

PGA: Koepka sigurvegari PGA Championship

Það var Brooks Koepka, sem stóð uppi sem sigurvegari á PGA Championship og kom engum á óvart.

Dustin Johnson (DJ) veitti honum þó verðuga keppni á lokahring.

Sigurskor Koepka var 8 undir pari, 272 högg (63 65 70 74).

DJ var á 6 undir pari, 274 höggum ( 69 67 69 69).

Þriðja sætinu deildu síðan Englendingurinn Matt Wallace og Patrick Cantlay og Jordan Spieth frá Bandaríkjunum á samtals 2 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á PGA Championship með því að SMELLA HÉR: