Nordic Golf League: Haraldur Franklín flaug í g. niðurskurð – er T-17 e. glæsilegan 2. hring!
Haraldur Franklín Magnús, GR, átti glæsi 2. hring á Elisefarm mótinu, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fer fram í Elisfarm golfklúbbnum, í Fogdarp í Svíþjóð. Haraldur kom í hús á 3 undir pari, 69 glæsihöggum og er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 143 höggum (74 69). Við þetta skor flaug Haraldur upp skortöfluna og er sem stendur T-17. Kristófer Orri Þórðarson, GKG tók einnig þátt í mótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari eða betra en Kristófer Orri bætti sig þó á 2. hring lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (77 Lesa meira
LET: Valdís Þóra er á +3 e. 1. dag Jabra Open
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, úr GL lék í dag fyrsta hring á Jabra Open mótinu, sem er hluti af LET mótaröðinni. Mótið fer fram í Evían Resort golfklúbbnum í Évian-les-Bains, Frakklandi og fá tvær efstu í mótinu þátttökurétt í 5. risamóti kvennagolfsins Evían risamótinu, sem fram fer einmitt á þessum golfvelli. Valdís Þóra lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 74 höggum. Hún fékk 5 fugla, 6 skolla og 1 tvöfaldan skolla á hringnum og er T-39 eftir 1. dag. Alls eru 132 keppendur í mótinu og Valdís Þóra því enn vel fyrir ofan niðurskurðarlínu en það ræðst á morgun hvort hún kemst í gegnum niðurskurð. Fylgjast má með gengi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Birna Baldursdóttir – 23. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Birna Baldursdóttir, en hún er fædd 23. maí 1973. Hulda Birna er PGA golfkennaranemi og framkvæmdarstjóri Stelpugolfs undanfarin ár (2014-2016). Hún er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA. Afmæliskylfingurinn er gift Einari Erni Jónssyni og á 4 börn: Baldur, Margréti, Gabríel og Mikael. Komast má á facebook síðu Huldu Birnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hulda Birna Baldursdóttir (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Graham, 23. maí 1946 (73 ára); Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (71 árs); Óskar Herbert Þórmundsson, 23. maí 1950 (69 ára); Guðmundur Ingibergsson, 23. maí Lesa meira
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst meðal keppenda á Made in Denmark mótinu!
Made in Denmark mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum. Meðal margra sterkra keppenda er GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mótið fer að venju fram í Himmerland Golf & Spa Resort í Farsö í Danmörku, dagana 23.-26. maí 2019. Guðmundur Ágúst á rástíma kl. 12:50, sem er kl. 10:50 að íslenskum tíma. Fylgjast má gengi Guðmundar Ágústs á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
LET: Valdís Þóra hefur leik á Jabra Open í dag
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, úr GL hefur leik í dag á Jabra Open mótinu, sem er hluti af LET mótaröðinni. Mótið fer fram í Evían Resort golfklúbbnum í Évian-les-Bains, Frakklandi og fá tvær efstu í mótinu þátttökurétt í 5. risamóti kvennagolfsins Evían risamótinu, sem fram fer einmitt á þessum golfvelli. Valdís Þóra á rástíma kl. 14:08 sem er kl. 12:08 hér heima. Með Valdísi Þóru í ráshóp eru þær Ana Menendez frá Mexíkó (sjá eldri kynningu Golf 1 á Menendez með því að SMELLA HÉR:) og Filippa Moork frá Svíþjóð. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Lucas Glover (44/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —— 22. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 34 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða Lesa meira
Nordic Golf League: Erfið byrjun hjá Íslendingunum á Elisefarm mótinu
Mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni er Elisefarm mótið. Mótið fer fram í Elisefarm golfklúbbnum, í Fogdarp í Svíþjóð. Tveir íslenskir keppendur eru meðal keppenda: Haraldur Franklín Magnús og Kristófer Orri Þórðarson. Haraldur Franklín lék 1. hringinn á 74 höggum og dansar á niðurskurðarlínunni. Kristófer Orri lék 1. hringinn á 77 höggum og nær líklegast ekki niðurskurði. Fylgjast má með þeim Haraldi og Kristófer á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Snorrason – 21. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Sveinn Snorrason. Sveinn var í Golfklúbbnum Keili. Sveinn var fæddur 21. maí 1925 og hefði því átt 94 ára afmæli í dag, en hann lést 3. september 2018. Sjá má minningargrein Golf 1 um Svein, með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Andersen, 21. maí 1964 (55 ára); Manuel Lara, 21. maí 1977 (42 ára afmæli); Fabrizio Zanotti (Paraguay), 21. maí 1983 (36 ára); Gary Woodland, 21. maí 1984 (35 ára); John Huh, 21. maí 1990 (29 ára); Anaelle Carnet, 21. maí 1994 (25 ára) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
Áskorendamótaröðin 2019 (1): Úrslit
Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram s.l. laugardag á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Keppendur skemmtu sér vel við góðar aðstæður. Að venju var keppt í mörgum flokkum og ýmist í 9 holu móti eða 18 holu. Mótaröðin er ætluð þeim sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröð unglinga. 12 ára og yngri, piltar: 1.-2. Hilmar Veigar Ágústsson, GL 47 högg 1.-2. Kári Siguringason, GS 47 högg 3.-4. Snorri Rafn William Davíðsson. GS 49 högg 3.-4. Daníel Björn Baldursson , GR 49 högg 10 ára og yngri, stúlkur: 1. Elva María Jónsdóttir, GK 49 högg 2. Elín Anna Viktorsdóttir, GL 54 högg 3. Íris Birgisdóttir, GK 68 Lesa meira










