Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2019 | 12:00

Nordic Golf League: Andri Þór varð T-34 í Fjällbacka!

Tveir íslenskir kylfingar, GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt í TanumStrand Fjällbacka Open, sem fram fór í Fjällbacka Golfklubb í Svíþjóð, 16.-18. maí og lauk í dag.

Mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Andri þór lék á samtals pari, 213 höggum (70 72 71) og varð T-34.

Guðmundur Ágúst komst ekki í gegnum niðurskurð.

Sigurvegari í mótinu varð Svíinn Oliver Gillberg, en hann lék á samtals 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á TanumStrand Fjällbacka Open með því að SMELLA HÉR: