Mótaröð þeirra bestu (5): Andri Þór leiðir e. 2. dag
Íslandsmótinu í höggleik var fram haldið í dag. Andri Þór Björnsson, GR leiðir eftir 2. dag – er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 136 höggum (70 66). Í 2. sæti eftir 2. dag er Hlynur Geir Hjartarson, GOS, 2 höggum á eftir Andra Þór. Fjórir GR-ingar deila síðan 4. sætinu: Haraldur Franklín Magnús; Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guðmundsson og Viktor Ingi Einarsson; allir búnir að spila á samtals 3 undir pari. Í karlaflokki er staðan eftir 2. keppnisdag eftirfarandi í heild: 1 Andri Þór Björnsson GR -1 -5 F -6 70 66 136 2 Hlynur Geir Hjartarson GOS 0 -2 F -4 69 69 138 T3 Haraldur Lesa meira
PGA: Tiger dró sig úr Northern Trust
Tiger Woods dró sig úr leik fyrir 2. hring Northern Trust mótsins vegna bakverkja. Hann var stífur í baki og fann fyrir verkjum í gær á 1. hring en beit samt á jaxlinn og lauk keppni á afar slæmu skori 4 yfir pari, 75 höggum. „Vegna vægrar bólgu í skávöðvum sem leiddi til verkja og stífleika, hef ég dregið mig úr THE NORTHERN TRUST. Ég fór í meðferð á föstudagsmorguninn, en því miður er ég enn ófær um að keppa,“ sagði í fréttatilkynningu frá Tiger. Ennfremur sagði Tiger: „Ég vil þakka New Jersey og New York áhangendunum fyrir stuðning þeirra og er vongóður um að ég geti keppt í næstu Lesa meira
LET & LPGA: Valdís og Ólafía úr leik
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, eru báðar úr leik á Opna skoska meistaramótinu. Þær voru fremur samtaka, léku báðar á samtals 8 yfir pari; Valdís Þóra (71 79) og Ólafía Þórunn (75 75). Niðurskurður miðaðist við samtals slétt par eða betra. Sjá má stöðuna á Opna skoska meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
Mótaröð þeirra bestu (5): Guðrún Brá efst e. 2. dag
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem á titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik, hefir tekið forystu á 2. keppnisdegi. Guðrún Brá er samtals búin að spila á 3 undir pari, 139 högg (70 69). Í 2. sæti er Nína Björk Geirsdóttir, GM á samtals sléttu pari, 142 höggum (73 69). Í 3. sæti er síðan heimakonan Saga Traustadóttir, GR, á samtals 1 yfir pari, 143 höggum (69 74) Sjá má heildarstöðuna í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik 2019 með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: seth@golf.is
Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagins er Erna Elíasdóttir. Erna er fædd 9. ágúst 1949 og á því 70 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Erna Elíasdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón Svavar Úlfljótsson, 9. ágúst 1954 (65 ára); Sven Strüver, 9. ágúst 1967 (52 ára); Patrick Sheehan, 9. ágúst 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Virginie Rocques, (frönsk- spilar á LET Access) 9. ágúst 1971 (48 ára); Guðmundur Hannesson, GR, 9. ágúst 1973 (46 ára); Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, 9. ágúst 1977 (42 ára); Sophie Walker, Lesa meira
DJ bauð Meg að ganga 1 braut með sér á æfingahring
Nr. 2 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) bauð stúlku með hvítblæði og tvíburabróður hennar að ganga eina braut á æfingahring hans fyrir Northern Trust, á Liberty National. Stúlkan, sem er kölluð „Mighty Meg“, er aðeins 9 ára og þetta var ósk hennar. Hún naut þess greinilega að fylgjast með DJ, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Hún fékk m.a. að pútta með pútter DJ, þar sem hún sagðist hafa gaman af minigolfi. „Þetta var frábært“ sagði Meg þegar hún faðmaði pabba sinn að brautargöngunni lokinni. Frábært að sjá atvinnumenn jafn góða og hugulsama og DJ!!! Sjá má samskipti DJ, Meg og tvíburabróður hennar, brautina, sem þau fengu að ganga Lesa meira
PGA: Merritt leiðir e. 1. dag Northern Trust
Það er bandaríski kylfingurinn Troy Merritt sem leiðir á Northern Trust Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Merritt lék á 9 undir pari, 62 höggum; skilaði skollalausu skorkorti; fékk 9 fugla og 9 pör!!! Glæsilegt!!! Á hæla hans er nr. 2 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) á 8 undir pari, 63 höggum. John Rahm og Kevin Kisner deila síðan 3. sætinu á 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: Í aðalmyndaglugga: Troy Merritt. Mynd: PGA
Mótaröð hinna bestu (5): Hulda Clara og Saga efstar e. 1. dag
Íslandsmótið í höggleik hófst í dag, 8. ágúst 2019, á Grafarholtsvelli. Það eru þær Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR, sem tekið hafa forystuna, en báðar spiluðu þær á 2 undir pari, 69 glæsihöggum á 1. keppnisdegi. Athygli vekur að lægstu skor í kvennaflokki eru þau sömu og hjá körlunum!!! Fast á hæla forystukvennanna er núverandi Íslandsmeistari kvenna í höggleik, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem kom í hús á 1 undir pari, 70 höggum. Sjá má heildarstöðuna í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik hér að neðan: 1T Hulda Clara Gestsdóttir GKG 3 -2 F -2 69 69 1T Saga Traustadóttir GR 3 -2 F -2 69 69 3 Lesa meira
Mótaröð hinna bestu (5): Andri Már og Hlynur Geir efstir e. 1. dag
Íslandsmótið í höggleik hófst í dag 8. ágúst 2019, á Grafarholtsvelli. Eftir 1. keppnisdag eru þeir Andri Már Óskarsson og Hlynur Geir Hjartarson, báðir úr GOS, efstir en þeir spiluðu báðir á 2 undir pari, 69 glæsihöggum!!! Fast á hæla þeirra eru 6 kylfingar, sem allir léku á 1 undir pari, 70 höggum. Þetta eru þeir: Kristófer Karl Karlsson, GM; Haraldur Franklín Magnús, GR; Gísli Sveinbergsson, GK; Andri Þór Björnsson, GR; Hákon Örn Magnússon, GR og Jóhannes Guðmundsson, GR. Heildarstaðan er eftirfarandi eftir 1. keppnisdag í karlaflokki: T Andri Már Óskarsson GOS 1 -2 F -2 69 69 1T Hlynur Geir Hjartarson GOS 0 -2 F -2 69 69 T3 Lesa meira
LET & LPGA: Valdís á parinu – Ólafía á +4 á Opna skoska e. 1. dag
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, gekk vel á 1. keppnisdegi Opna skoska kvenmótsins, en hún kom í hús á sléttu pari, 71 höggi. Þess mætti geta að fyrirliði og einn af varafyrirliðum Solheim Cup liðsins evrópska, Catriona Matthew og Suzanne Pettersen spiluðu báðar 1. hring á sléttu pari eins og Valdís Þóra!!! Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, gekk ekki eins vel en hún lauk hring sínum á 4 yfir pari, 75 höggum. Skorið verður niður eftir morgundaginn og eins og staðan er nú er niðurskurðarlínan við 2 undir pari eða betra. Vonandi að báðir íslensku keppendurnir nái niðurskurði!!! Mi Hyang Lee, Anne Van Dam og Jane Park deila efsta sætinu eftir 1. Lesa meira










