Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2019 | 17:30

LET & LPGA: Valdís og Ólafía úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, eru báðar úr leik á Opna skoska meistaramótinu.

Þær voru fremur samtaka, léku báðar á samtals 8 yfir pari; Valdís Þóra (71 79) og Ólafía Þórunn (75 75).

Niðurskurður miðaðist við samtals slétt par eða betra.

Sjá má stöðuna á Opna skoska meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: