PGA: Tiger byrjar illa á Northern Trust
Mót vikunnar á PGA Tour er Northern Trust Open, sem fram fer 8.-11. ágúst. Tiger Woods byrjar afar illa, en hann kom í hús í dag á 4 yfir pari, 75 höggum og er meðal neðstu manna. Margir eiga eftir að ljúka hringjum sínum, en ljóst er nú þegar að Tiger verður meðal neðstu manna. Þegar þetta er ritað (kl. 18:00) er bandaríski kylfingurinn Troy Merrit efstur á 9 undir pari, 62 höggum. Mörg lág skor eru að sjást hjá þeim, sem lokið hafa hringjum sínum. Fylgjast má með stöðunni á Northern Trust með því að SMELLA HÉR:
Rory vill að tekið sé á hægum leik
Rory McIlroy vill að tekið sé á viðvarandi vandamáli í golfinu, sem er hægur leikur. Hann segir að vandinn sé hjá stóru mótaröðunum, því fólk fylgist með fremstu kylfingunum og margir þeirra spili hægt. Rory segist hafa heyrt um háskólamót, sem tekið hafa óþarflega langan tíma. Að hans mati eigi að gefa eina viðvörun og síðan beita viðurlögum sbr. neðangreint: „It starts at our level because people try to emulate us. I’ve heard stories of college events and how long they take. There’s no reason why it should take that long. I’ve sat up here numerous times and said that, you know, it has to be addressed some way. For Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og á því 34 ára afmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson 🙂 ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour Lesa meira
Lowry: „Fólk kallar mig amk ekki Beef eða J.B. Holmes lengur“
Shane Lowry sigraði á Opna breska 2019. Það breytir lífi kylfinga; þeir fá m.a. athygli sigurvegarans, upphefðina að hafa sigrað á risamóti, há sigurlaun og tryggðan rétt að spila á stærstu mótaröðunum. Í blaðamannafundi fyrir Northern Trust mótið, sem er mót vikunnar á PGA mótaröðinni sagði Shane Lowry eftirfarandi um sigur sinn á Opna breska: „Já, sigurinn breytti lífi mínu að einhverju leyti. Ég er betur þekktur; þegar ég keppi í Bandaríkjunum finnst mér það þægilegra. Svona líður mér. Fólk kallar mig amk ekki Beef eða J.B. Holmes lengur!“ Svar Lowry skemmti blaðamönnum og öðrum golfpennum.
Arnar Geir setti vallarmet!!!
Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli, velli GSS, Golfklúbbs Sauðárkróks í dag. Hann kom í hús á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum. Á hringnum góða fékk Arnar Gier 7 fugla, 9 pör og 2 skolla. Skorkort hans (sjá aðalmyndaglugga) verður rammað inn og hengt upp í anddyri skála GSS. Golf 1 óskar Arnari Geir innilega til hamingju með vallarmetið!
Evróputúrinn: Topp 10 komment 2019
Á hverju ári eru valin topp 10 komment kylfinga á Evróputúrnum. Þau eru eftirfarandi það sem af er árs: 1 I shot 49 once at Pebble Beach on PlayStation – Marcus Kinhult 2 I couldn’t even bring myself to go get my clubs from my locker. I just left them. I just went back to the hotel and cried – Andrew ‘Beef’ Johnston 3 My goal is to make it to the European Tour, go there without shame and beat them all – Adem Wahbi 4 That’s a lovely flight … just a shame it’s 25 yards left – Tyrrell Hatton 5 I drank rat poison in a freak accident when I was Lesa meira
Pettersen vonast eftir að spila í Solheim
Varafyrirliði Solheim Cup liðs Evrópu, Suzann Pettersen, tekur þátt í Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish og vonast eftir að frammistaða hennar þar verði til þess að fyrirliðinn Catriona Matthew velji hana sem spilandi varafyrirliða. Pettersen og Matthew spiluðu saman á LPGA mótinu, Dow Great Lakes Bay Invitational, fyrir 3 vikum, sem var fyrsta mót Pettersen í 20 mánuði eftir fæðingu sonar hennar Hermans. Jafnvel þó Pettersen hafi ekki náð niðurskurði vonast hún til þess að sanna að hún sé þess verð að Catriona velji sig í liðið, en fyrirliði getur valið 4 leikmenn í liðið. „Augljóslega myndi ég elska það að spila. Þetta er stærsta og besta golfsviðið.“ sagði Pettersen aðspurð Lesa meira
GKB: Oddný og Ríkharður sigruðu á Styrktarmótinu
Styrktarmót GKB fór fram á Kiðjabergsvelli sl. laugardag 3. ágúst. Sigurvegarar voru þau Oddný Þóra Baldvinsdóttir og Ríkharður Sveinn Bragason, sem sigruðu, léku á 58 höggum nettó. Hilmar Þór Ársælsson og Kristín Sigríður Geirsdóttir höfnuðu í öðru sæti á 59 höggum og Einar Snær Björnsson og Atli Kolbeinn Atlason í þriðja sæti, einnig á 59 höggum nettó. Rúmelga 150 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í fínu veðri. Nándarverðlaun voru á öllum par-3 brautum vallarins: 3. hola: Þuríður Ingólfsdóttir 1,04 m 7. hola: Örn Tryggvi Gíslason 3,02 m 12. hola: Jón Þorbjörn Hilmarsson 87 cm 16. hola: Eyjólfur Örn Jónsson 2,11 m Næstur á 18. holu í tveimur Lesa meira
Mótaröð hinna bestu 2019 (5): Rástímar f. 1. keppnisdag liggja fyrir
Rástímar fyrir fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi 2019 liggja nú fyrir. Fyrsti keppnisdagur er fimmtudagurinn 8. ágúst og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum. Allir rástímar, skor og staða eru aðgengileg með því að SMELLA HÉR: Skor verður uppfært hjá öllum ráshópum eftir hverja holu sem leikin er. Keppendur eða aðstoðarmenn þeirra sjá um að skrá inn skorið fyrir sinn ráshóp. Notast er við Golfbox skorskráningarkerfið – en GSÍ mun innleiða þá lausn á næsta ári.
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og á því 21 árs afmæli í dag. Andri Páll er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kolbrún Sævarsdóttir, 7. ágúst 1964 (55 ára); Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!! – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (30 ára STÓRAFMÆLI!!! – bandarísk spilar á LET) ….. og ….. Rósirnar Heilsurækt Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og ððrum Lesa meira










