Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2019 | 18:14

PGA: Tiger dró sig úr Northern Trust

Tiger Woods dró sig úr leik fyrir 2. hring Northern Trust mótsins vegna bakverkja.

Hann var stífur í baki og fann fyrir verkjum í gær á 1. hring en beit samt á jaxlinn og lauk keppni á afar slæmu skori 4 yfir pari, 75 höggum.

Vegna vægrar bólgu í skávöðvum sem leiddi til verkja og stífleika, hef ég dregið mig úr THE NORTHERN TRUST. Ég fór í meðferð á föstudagsmorguninn, en því miður er ég enn ófær um að keppa,“ sagði í fréttatilkynningu frá Tiger.

Ennfremur sagði Tiger:

Ég vil þakka New Jersey og New York áhangendunum fyrir stuðning þeirra og er vongóður um að ég geti keppt í næstu viku á BMW Championship.“

Tiger hóf FedExCup umspilið í 28. sæti á stigalistanum. Nú er búist við að hann falli fyrir utan topp-30 fyrir næsta mót í Medina CC. EF hann keppir ekki í Chicago, myndi tímabilinu vera lokið fyrir hann.

Þrátt fyrir að standa uppi sem sigurvegari á Masters fyrr í ár, þá er raunveruleikinn sá að hann á líklega eftir að eiga í bakmeiðslum það sem eftir er ferils sína. Hann er aðeins 1 sigri frá því að jafna met Sam Snead um flesta sigra á PGA Tour og eins og allir vita aðeins 3 risamóts sigrum frá því að jafna við met Jack Nicklaus um 18 sigra á risamótum.

Hann er Tiger Woods. Hann þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum,“ sagði Rory McIlroy fyrr í vikunni.

Hann þarfnast þess ekki að sanna neitt fyrir sjálfum sér. Hann gæti pakkað kylfunum og lifað hamingjusamlega þar sem eftir er, geri ég ráð fyrir. En hann vill keppa. Hann er keppnismaður. Ég hugsa að það segi margt að hann mætir enn í mót og vill spila.