Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (32)

Nýr félagi er byrjaður í golfklúbbnum. Það hefir spurst að hann eigi að vera mjög góður leikmaður. Stjórnin ákveður að bjóða honum í hring til að prófa leikni hans. Einum úr stjórninni er falið að ræða við hann: „Myndir þú vilja spila með okkur næsta þriðjudagsmorgun klukkan 8?“ „Já, gjarnan,“ svarar hann, „en það getur verið að ég verði hálftíma of seinn.“

Hann kemur stundvíslega á þriðjudaginn, leikur tveimur yfir pari – allir eru spenntir.

Þeir ákveða að spila aftur næsta þriðjudag; aftur klukkan 8 um morguninn.

Nýi félaginn endurtekur það sem hann hefir áður sagt: „Ég reyni að vera stundvís en það getur verið að ég sé hálftíma of seinn.“

Á þriðjudaginn er hann mættur stundvíslega, að þessu sinni með vinstrihandasett. Hann spilar jafnvel betur en í fyrsta skiptið: leikur á parinu!

Stjórnin er hæstánægð: „Þetta er stórkostlegt, við höfum aldrei séð leikmann sem getur leikið svo vel bæði með vinstri- og hægri handar sett! Hvernig ákveðurðu í raun hvort þú ætlir að taka vinstri eða hægri handar sett?

Nýi leikmaðurinn svarar: „Þegar fer á fætur á morgnana lít ég á konuna mína í rúminu: ef hún er liggur á hægri hlið, þá tek ég hægri handar settið, ef hún liggur á vinstri hlið, þá tek ég vinstri handar settið.“

Og hvað gerir þú þegar hún liggur á bakinu?“ spyr einn stjórnarmaðurinn.

Þá svarar sá nýi: „Já, þá kem ég hálftíma of seint …