Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2019 | 22:00

MJ Hur sigraði á Opna skoska

Það var Mi Jung Hur, 29 ára, frá S-Kóreu, sem sigraði á Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open (Opna skoska) í The Renaissance Club í Norður-Berwick í Skotlandi.

Hún lék lokahringinn á 5 undir pari, 66 höggum í blautum og erfiðum aðstæðum.

Sigurskorið var glæsilegt! – 20 undir pari, 264 högg (66 62 70 66).

MJ Hur átti heil 4 högg á þær sem urðu í 2. sæti en það voru landa hennar Lee6 og Moriya Jutanugarn frá Thaílandi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir tóku þátt í mótinu, en náðu ekki niðurskurði.

Sjá má lokaskorið á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: