Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2019 | 23:59

PGA: Thomas m/ nýtt vallarmet og leiðir e. 3. dag BMW Championship

Vallarmetin fá að fjúka í Medinah, Illinois á BMW Championship. Það byrjaði á 1. degi með því að þeir (Justin Thomas) og Jason Kokrak jöfnuðu vallarmetið 65 högg, Hideki Mitsuyama bætti það síðan í hálfeik, þegar hann lék 2. hring á 63 höggum og nú er enn búið að bæta vallarmetið á 3. keppnisdegi! Justin Thomas enn að verki – kom í hús á stórglæsilegum 11 undir pari, 61 höggi!!! Spurningin er aðeins hvort enn takist að setja nýtt vallarmet á 4. keppnisdegi … og hverjum takist það? E.t.v. Tiger, en hann þarf á kraftaverki að halda til þess að komast á East Lake og verja Tour Championship titil sinn. Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2019 | 22:00

NGL: Axel varð T-2 á Åhus KGK ProAm – Glæsilegur!!!

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Åhus KGK ProAm 2019, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni. Þetta voru þeir Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik, GR og Haraldur Franklín Magnús GR. Axel náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu, sem hann deildi með Dananum Nicolai B. Kristensen. Axel lék á samtals 3 undir pari, 207 höggum (73 69 65) – Glæsilegt!!! Haraldur Franklín varð T-39 á samtals 9 yfir pari, 219 höggum (74 70 75). Guðmundur Ágúst komst ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Mótið fór fram dagana 15.-17. ágúst 2019 í Kristianstads golfklúbbnum í Åhus, Danmörku. Sjá má lokastöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (33)

Í klúbbhúsinu eftir frábæran golfhring sagði Siggi við Gumma: „Ég ætla ekki að spila við Jóa lengur. Hann svindlar.“ „Af hverju segir þú það?“ spurði Gummi. „Nú, ég fann týnda boltann hans aðeins 1 meter frá flötinni,“ svaraði Siggi pirraður. „En það er vel mögulegt að hann hafi slegið bolta sinn aðeins meter frá flöt,“ sagði Gummi. „Ekki þegar ég var með golfboltann hans í vasanum mínum,“ svaraði Siggi.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Högnu Kristbjörgu til hamingju með afmælið….. Högna Kristbjörg Knútsdóttir (25 ára  – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (73 árs); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (54 ára); Þröstur Ársælsson (51 árs); Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (43 ára)….. og …. Songlist Song Og Leiklistarskoli Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2019 | 10:00

Tiger gengur illa

Fimmtánfaldi risamótsmeistarinn Tiger Woods, sem vann fyrsta risamót sitt síðan 2008 á Masters sl. vor, sökkti fuglapúttum frá 4 og 5 metra færi á 14. og 15. holum en fékk skolla bæði á 16. og 17 holu og var aftur á 71 eins og fyrri daginn, 10 höggum á eftir forystumanninum, Hideki Matsuyama. „Ég skildi eftir fullt af höggum þarna,“ sagði Tiger. „Ég sló betur í dag, sem er frábært, en það gekk ekkert fyrr en á 14., 15.“ Tiger gekk sem sagt illa og fjarlægðist mark sitt enn meir að vera meðal efstu 30, sem fá að taka þátt í Tour Championship, en þar á Tiger titil að verja. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2019 | 23:59

PGA: Matsuyama m/nýtt vallarmet

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama hefir tekið forystu á BMW Championship. Matsuyama hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (69 63). Hann lék 2. hringinn á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum og sett nýtt vallarmet í Medinah, Illinois þar sem mótið fer fram. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Matsuyama eru bandarísku kylfingarnir Tony Finau og Patrick Cantlay. Til þess að sjá stöðuna á BMW Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2019 | 17:50

NGL: Axel T-15 og Haraldur T-29 e. 2. dag í Åhus

Tveir íslensku kylfinganna sem taka þátt í móti vikunnar á NGL í Åhus; Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús komust í gegnum niðurskurð í dag. Sá þriðji, Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst því miður ekki gegnum niðurskurðinn í þetta sinn. Axel er jafn öðrum kylfingum í 15. sæti meðan Haraldur Franklín er jafn öðrum kylfingum í 29. sæti. Til þess að sjá stöðuna á mótinu í Åhus SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2019 | 17:47

GA: Staðan í Höldur Kia Open

Í morgun hófst hið árlega Höldur-KIA Open, sem er eitt vinsælasta mót ársins hjá GA. Tæplega 150 manns eru skráðir í þetta flotta mót, og hófu fyrstu kylfingar leik í góðu veðri fyrr í dag. Eftir hádegi byrjaði að rigna töluvert á keppendur, en það hefur ekki stoppað góð skor frá því að berast inn í hús. Staðan: Jón Jósafat Björnsson & Jón Birgir Guðmundsson 45 Steindór Kr. Ragnarsson Skúli Eyjólfsson 44 Víðir Steinar Tómasson Örvar Samúelsson 44 Bjarni Þórhallsson Heimir Finnsson 42 Óli Magnússon Jóhannes Páll Jónsson 42 Páll Ásmundsson Adolf Óskarsson 42 Magnús Már Magnússon Ásgeir Guðmundur Gíslason 42 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir Þórhallur Pálsson 42 Ragnar Orri Jónsson Jón Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson —— 16. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1948 og því 71 árs afmæli í dag. Vífill er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði. Honum hefir gengið vel í opnum mótum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Vífill Karlsson (71 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Temper Netverslun (78 ára); Sveinsdóttir Sveinbjörg (53 ára); Ekki Spurning (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2019 | 12:00

GVS: Hildur Hafsteinsdóttir fékk ás!!!

Hildur Hafsteinsdóttir fór holu í höggi í gærkvöldi 15. ágúst 2019 á Kálfatjarnarvelli. Ásinn fékk Hildur á 3. braut Kálfartjarnarvallar. Þriðja brautin er 83 m af rauðum teigum og hefir vafist fyrir mörgum kylfingnum, enda hraun fyrir framan flötina sem slá verður yfir. Glæsilegt hjá Hildi!!! Þess mætti geta að Hildur er gjaldkeri í GVS. Golf 1 óskar Hildi innilega til hamingju með ásinn!!!