Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2019 | 22:00

Solheim Cup lið Evrópu til

Fyrirliði evrópska liðsins í Solheim Cup, Catriona Matthew hefir tilkynnt um val sitt á 4 leikmönnum í liðið og þar með er liðið klárt.

Þær sem Catriona valdi eru Celine Boutier, Jodi Ewart Shadoff, Bronte Law og Suzann Pettersen.

Frábært form Bronte and Celine talar fyrir sjálft sig og það er ástæðan fyrir að ég valdi þær og þær eiga eftir að eiga frábæra 1. reynslu af Solheim Cup. Ég valdi  Jodi og Suzann vegna gríðarlegrar reynslu þeirra og þess hversu vel þær hafa spilað að undanförnu og vegna þess að ég veit nákvæmlega hvað þær koma með í liðið. Aðeins einn nýliði er í liðinu Anne Van Dam, sem hefir átt frábært ár og mér finnst að reynsla liðs okkar muni verða stórkoslegur kostur sem við höfum að viðbættum stuðningnum á heimavelli.

Átta kylfingar komust sjálfkrafa í liðið en það eru: Carlota Ciganda, Anne Van Dam, Caroline Hedwall, Charley Hull, Georgia Hall, Azahara Munoz, Caroline Masson og Anna Nordqvist.

Fyrirliðinn Catriona Matthew hefir sjálf gríðarlega reynslu af Solheim Cup en hún hefir spilað í 9 skipti í keppninni.