Tiger gerir samning v/PopStroke
Tiger Woods hefir gert samning við PopStroke, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í nýju concepti af minigolf völlum. Það sem er í fyrirrúmi hjá PopStroke eru fagmannlega hannaðar minigolfflatir og eins er áhersla lögð á mat og drykk. Einn PopStroke völlur fyrir almenning hefir þegar opnað í Port St. Lucie í Flórída. Fyrirtæki Tiger, TGR Design mun hanna alla aðra PopStroke velli í framtíðinni, en á döfinni eru m.a. vellir í Scottsdale, Arizona og Fort Myers, Flórída. „Sumar af bestu minningum mínum eru að verja tíma með pabba á golfvellinum í púttkeppnum. Ég hlakka til að aðrir geti skemmt sér með börnum sínum í PopStroke. Þetta er ný leið Lesa meira
PGA: Malnati efstur á Houston Open e. 2. dag
Hinn verðandi pabbi, Peter Malnati, er efstur á Houston Open í hálfleik. Malnati er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65). Reyndar eru ekki allir búnir að klára 2. hring því honum var frestað vegna myrkurs og verður hann kláraður laugardagsmorguninn. Sjá má stöðuna á Houston Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Houston Open með því að SMELLA HÉR:
NGL: 3 íslenskir kylfingar tryggðu sér þátttökurétt!!!
Rúnar Arnórsson (GK), Bjarki Pétursson (GKB) og Aron Snær Júlíusson (GKG) tóku allir þátt á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Tout atvinnumótaröðina. Keppnin fór fram á Rømø Golf Links í Danmörku, dagana 10.-11. október 2019. Alls tóku 82 keppendur sem taka þátt á lokaúrtökumótinu. Þar var keppt um öruggt sæti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á næsta tímabili. Nordic Tour atvinnumótaröðin opnar leið inn á enn stærri mótaraðir. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Haraldur Franklín Magnús (GR) hafa báðir tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challengetour á þessu tímabili með frábærum árangri á Nordic Tour mótaröðinni á þessu ári. Aðeins var leikinn einn keppnishringur þar sem að keppni var felld niður á öðrum keppnisdegi Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur T-3 á Írlandi e. 2. dag!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik á fimmtudaginn á Stone Irish Challenge atvinnumótinu. Mótið er hluti af næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour, og fer keppnin fram á Headfort Golf Club. Guðmundur Ágúst er í góðri stöðu þegar keppnin er hálfnuð. Hann deilir 3. sætinu á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67) með þeim Aaron Cockerill frá Kanada og Gavin Moynihan frá Írlandi og er aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu. Íslandsmeistarinn í golfi 2019 hefur leikið á fimm mótum á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Hann tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með því að sigra á þremur mótum á þessu tímabili á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem Lesa meira
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Ólafur Björn á 74 á 3. degi
Ólafur Björn Loftsson, GKG, tekur þátt í 1. stigs úrtökumóti fyrir Evróputúrinn, en mótið fer fram í Hardelot í Frakklandi. Þátttakendur í mótinu eru 118 og komast um 20% kylfinga upp á 2. stigið eða um 24. Ólafur Björn hefir spilað á sléttu pari (69 70 74), en Hardelot völlurinn er par-71. Í dag fékk Ólafur Björn 2 fugla, 11 pör og 5 skolla, lék á 3 yfir pari, 74 höggum og þurrkaði út frábæran árangur fyrri tveggja keppnisdaganna og ljóst að hann þarf að eiga góðan lokahring á morgun ef hann ætlar að tryggja sér þátttökurétt á 2. stig úrtökumótsins. Hann er því nálægt því að komast í 20% Lesa meira
Evróputúrinn: Fitz efstur í hálfleik Opna ítalska
Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick (oft bara kallaður Fitz), sem leiðir í hálfleik á Opna ítalska. Fitz er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65). Í 2. sæti, 1 höggi á eftir Fitz er danski kylfingurinn Joachim Hansen á samtals 9 undir pari, 133 höggum (67 66). Þriðja sætinu deila 5 kylfingar; allir á samtals 8 undir pari, en þetta eru þeir Justin Rose, Graeme McDowell, Andrew „Beef“ Johnston, Rory Sabbatini og S. Sharma. Mótið fer fram á Oligiata golfklúbbnum í Róm, á Ítalíu. Sjá má hápunkta 2. dags á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagins: Heiða Guðna og Michelle Wie – 11. október 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru Heiða Guðnadóttir og Michelle Wie. Báðar eru þær jafngamlar fæddar sama dag og sama ár 11. október 1989 og eiga því báðar 30 ára stórafmæli í dag. Heiða er í GM og klúbbmeistari GKJ 2012 og GM 2017 og Michelle Wie spilar á LPGA. Komast má á facebook síðu Heiðu Guðna til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Heiða Guðnadóttir (Innilega til hamingju með 30 ára STÓRAFMÆLIÐ!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Burton, f. 11. október 1907 – d. febrúar 1974 (vann m.a. Opna breska 1939); Fred Daly, f. 11. október 1911 – d. 18. nóvember 1990 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi hefur keppni í dag í Tennessee
Viktor Ingi Einarsson, GR og félagar í Missouri University (MIZZOU) hefja keppni í dag í Bank of Tennessee Intercollegiate. Mótið fer fram dagana 11.-13. október í GC at the Ridges í Jonesborough, Tennessee. Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Mótið þykir fremur sterkt, enda mörg sterkustu háskólaliðin á svæðinu, sem taka þátt. Fylgjast má með Viktor Inga og félögum í MIZZOU með því að SMELLA HÉR:
Nýju strákarnir á PGA 2020: Bronson Burgoon (37/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar urðu í 3. sæti á Creighton Classic
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University tóku þátt í Creighton Classic. Mótið fór fram 7.-8. október 2019 í Oak Hills CC í Omaha, Nebraska. Sigurlaug Rún lék á samtals 16 yfir pari, 162 höggum (84 78). Drake, lið Sigurlaugar Rún lauk keppni í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Creighton Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er á vorönn 2020.










