Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Robert Streb (35/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.

Í gær var kynntur sá sem varð í 18. sæti Korn Ferry Tour Finals en það er Cameron Percy sem var með 243 stig. Sá sem varð í 17. sæti hefir þegar verið kynntur en það er Tom Hoge. Hann var kynntur fyrr í haust, þar sem hann var ofarlega á Sanderson Farms mótinu og þeir nýju því þegar farnir að slá í gegn – Rifja má upp kynning á Hoge með því að SMELLA HÉR: 

Í dag verður kynntur sá sem varð í 16. sæti á Korn Ferry Tour Finals en það er Robert Streb sem var með 257 stig.

Robert Streb fæddist í Chickasha, Oklahoma, 7. apríl 1987 og er því 32 ára.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Streb með því að SMELLA HÉR: en hún á enn við í dag þó hún hafi verið gerð fyrir 5 árum.