Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2019 | 07:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst hefur leik á Írlandi í dag

Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, hefur leik á Írlandi í dag.

Mótið, sem hann keppir í ber heitið Stone Irish Challenge og er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour).

Þetta er 6. mót Guðmundar Ágústs á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili, en besti árangur hans til þessa er 14. sætið á Bretagne Open mótinu í Frakklandi.

Mótið fer fram í Headford golfklúbbnum í Kells, County Meath, dagana 10.-13. október.

Fylgjast má með Guðmundi Ágúst með því að SMELLA HÉR: